Heimsókn til Þýskalands

Ritað þann .

Kelduskóli – Korpa tekur þátt í evrópsku skólaverkefni með fjórum öðrum skólum frá jafn mörgum löndum. Hinir skólarnir eru frá: Þýskalandi, Írlandi, Finnlandi og Noregi.  Verkefni ber yfirskriftina We are family – þ.e. við í Evrópu erum ein fjölskylda.  Verkefnið tekur á ýmsum þáttum s.s. sögu landanna 5, menningu, þjóðsögum og tungumálum. 

Þátttökuþjóðirnar skiptast á að hittast í hverju landi fyrir sig.  Við tókum á móti hópnum í september í fyrra og fórum einnig til Finnlands.   Nú var komið að vinum okkar í Bremen í Þýskalandi að taka á móti hópnum og fóru 4 kennarar frá Korpu í þá vinnuferð. 

Í þessari ferð var þýski skólinn skoðaður, nemendur voru með uppákomur, sungið var lagið Meistari Jakob á öllum tungumálum og farið yfir framvindu verkefnisins.  Framundan eru bréfaskriftir  og skypefundir á milli nemenda og fleira skemmtilegt. Hægt er lesa sér meira til um verkefnið og skoða myndir á eftirfarandi slóð: http://www.peda.net/veraja/jamsa/mantykallio/wearefamily

Kveðja

Comeníusarfarar

IMG 7087

Prenta |