Skip to content

Útskrift 10. bekkja 2019

Útskrift 10. bekkja fór fram fimmtudaginn 6. júní í blíðskaparveðri. Athöfnin hófst á samsöng, Lóan er komin,  sem Svanur tónmenntakennari leiddi.
Síðan bauð Árný Inga Pálsdóttir skólastjóri gesti velkomna og hélt utan um dagskrána.
Þá flutti Bryndís Ýr Sigurþórsdóttir fulltrúi í ungmennaráði Grafarvogs ávarp.
Sófus Máni Bender og Gréta Lind Jökulsdóttir fluttu ávarp fyrir hönd nemendafélags Kelduskóla.
Nokkrir nemendur fengu verðlaun frá Kelduskóla fyrir góðan árangur í einstökum námsgreinum:
Guðrún Lilja Pálsdóttir fékk verðlaun fyrir góðan árangur í íslensku, Agnes Inger Axelsdóttir fékk verðlaun fyrir góðan árangur í ensku og þau Birgir Hilmarsson og Guðrún Lilja Pálsdóttir fengu verðlaun fyrir góðan árangur í stærðfræði.
Danska Menntamálaráðuneytið veitti síðan verðlaun fyrir góðan árangur í dönsku og þau hlaut Maren Karitas Jónsdóttir.
Soroptimistafélagið í Grafarvogi veitti formanni nemendaráðs, Sófusi Mána Bender, verðlaun fyrir vel unnin félagsstörf.
Kristín Halla Þórisdóttir flutti ávarp fyrir hönd umsjónarkennara 10. bekkja sem voru auk hennar, María Pálsdóttir og Stefán Arnar Gunnarsson.
Þá ávarpaði Árný Inga Pálsdóttir skólastjóri nemendur og útskrifaði þá.
Að síðustu voru þau Halldór Ólafsson kokkur og Ásta Karen aðstoðarskólastjóri kvödd og þeim þökkuð ómetanlegt starf.
Að athöfn lokinni var boðið var upp á ljúffengar veitingar  og foreldrar, nemendur og starfsfólk Kelduskóla áttu notalega stund saman.

10. S10. G10. E

Fleiri myndir frá útskriftinni.