Skip to content

7. HR vann til verðlauna

Nemendur í 7. HR tóku þátt í Tóbakslaus bekkur í ár og sendu inn lokaverkefni sem vann til verðlauna. Lokaverkefnið sem þeir gerðu var stuttmynd um unga stúlku sem fjarlægist vinkonu sína og byrjar að reykja. Nemendur sáu alfarið um handritsskrif, upptökur, hlutverk, verkaskiptingu, tónlistarval, semja texta við tónlist og fleira.
Sem bekkur unnu þau saman peningaverðlaun og nýttu þau peninginn í að fara saman í Lasertag og fá sér ís.
Einnig ákváðu nemendur að gefa til góðgerðarmála og gáfu vatnsdælur í þorp sem þarf á því að halda og hjálpuðu þannig til við að útvega heilu þorpi hreint drykkjarvatn.

Nánari upplýsingar um verkefnið Tóbakslaus bekkur.