Árshátíð unglingastigs Kelduskóla

Nú er árshátíð unglingadeildar framundan, fimmtudaginn  28. mars. Þetta er mikil hátíð hjá okkur og munu nemendur vinna að undirbúningi í vikunni. Þemað í ár er „Mama mía“ og nemendur munu raða sér í vinnuhópa á mánudaginn og þriðjudag.
Fjörið hefst svo á miðvikudaginn kl.10:00- 13:10 og auk þess fer allur fimmtudagurinn í að umbreyta skólanum. Sundtímar og val verður þó á sínum stað.
Húsið opnar  kl.18:30 og borðhald hefst kl.19:00
Tveggja rétta máltíð verður í boði og munu kennarar þjóna til borðs. Skemmtiatriði verða frá nemendum og að lokum verður dansað til kl. 23:30.
Hefð er fyrir því að nemendur mæti spariklæddir á árshátíð.
Aðgangseyrir er 2000 kr. og greiðist hjá ritara í síðasta lagi á miðvikudag 27. mars
Nemendur sjá sjálfir um að koma  sér á árshátíðina en rúta verður kl. 23:15 fyrir þá sem fara í Staðarhverfið.
Það verður án efa mikið fjör og gaman,  vonandi hafa allir góða skapið meðferðis .

P.S. Vegna árshátíðar byrjar kennsla í unglingadeild ekki fyrr en kl. 10:00  föstudaginn 29. mars.