Skip to content

Barnamenningarhátíð 2019

Nýtt lag Barnamenningarhátíðar Reykjavíkur er unnið af Jóni Jónssyni við texta Braga Valdimars Skúlasonar. Lagið varð til í góðu samstarfi við börnin í 4. bekkjum í grunnskólum borgarinnar. Þau fengu að sjá skemmtilegan leikþátt um að láta sig dreyma og að láta drauma sína rætast.
Að því loknu veltu þau fyrir sér spurningum um hverjir draumar þeirra eru fyrir þau sjálf, fyrir aðra og fyrir heiminn. Bragi Valdimar fékk svör barnanna og vann upp úr þeim texta sem Jón Jónsson samdi lag við. Lagið heitir Draumar geta ræst og verður lag Barnamenningarhátíðar Reykjavíkur 2019.
Krakkarnir hafa nú viku til að læra lagið og munu flytja það með Jóni Jónssyni í Eldborgarsal Hörpu á opnunarviðburði hátíðarinnar sem er boðssýning fyrir 4. bekki í borginni og fer fram þann 9. apríl.

Krækja á Youtube með lagi Jóns.