Skip to content

Barnasáttmálinn

Nemendur í 7. bekk í Kelduskóla Korpu unnu stórt verkefni um Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna fyrir skömmu. Nemendur kynntu sér greinar sáttmálans, völdu þær greinar sem þeim þótti mikilvægar og unnu út frá þeim. Nemendur bjuggu til veggspjöld og héldu kynningar fyrir samnemendum sínum. Hver nemandi fékk afhent eintak af Barnasáttmálanum. Unnið verður áfram með Barnasáttmálann í vetur.