Fréttir

19 jún'19

Gleðilegt sumar!

Skrifstofa Kelduskóla lokar föstudaginn 21. júní og opnar aftur þriðjudaginn 6. ágúst. Skólinn verður svo settur fimmtudaginn 22. ágúst og nemendur mæta samkvæmt stundaskrá 23. ágúst. Við viljum óska ykkur og okkur öllum góðs og sólríks sumars!  

Nánar
14 jún'19

7. HR vann til verðlauna

Nemendur í 7. HR tóku þátt í Tóbakslaus bekkur í ár og sendu inn lokaverkefni sem vann til verðlauna. Lokaverkefnið sem þeir gerðu var stuttmynd um unga stúlku sem fjarlægist vinkonu sína og byrjar að reykja. Nemendur sáu alfarið um handritsskrif, upptökur, hlutverk, verkaskiptingu, tónlistarval, semja texta við tónlist og fleira. Sem bekkur unnu þau…

Nánar
07 jún'19

Útskrift 10. bekkja 2019

Útskrift 10. bekkja fór fram fimmtudaginn 6. júní í blíðskaparveðri. Athöfnin hófst á samsöng, Lóan er komin,  sem Svanur tónmenntakennari leiddi. Síðan bauð Árný Inga Pálsdóttir skólastjóri gesti velkomna og hélt utan um dagskrána. Þá flutti Bryndís Ýr Sigurþórsdóttir fulltrúi í ungmennaráði Grafarvogs ávarp. Sófus Máni Bender og Gréta Lind Jökulsdóttir fluttu ávarp fyrir hönd…

Nánar
23 maí'19

Grunnskólamót Norðurlandanna

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna 2019 fer fram í Stokkhólmi dagana 20.-24.maí. Mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1948 fyrir utan eitt ár og hefur lið frá Reykjavík tekið þátt síðan 2006. Í ár eru tveir keppenda frá Kelduskóla í hópnum. Ragnheiður Aðalsteinsdóttir keppir í handbolta og Óskar Dagur Jónasson í fótbolta. Þegar þetta er skrifað…

Nánar
16 maí'19

Menningarmót 2019

Miðvikudaginn 15.maí frá kl.10 til 11:20 var fyrsta menningararmótið í Kelduskóla Vík. Bekkirnir sem tóku þátt voru 3. bekkur, 6. bekkur og 9. bekkur. Hvað er menning? Hvað gerir okkur stolt og fær okkur til að blómstra? Hversu mörg tungumál tölum við í bekknum okkar? Þessum og fleirum spurningum var svarað í gær þegar nemendur…

Nánar
12 apr'19

Páskar 2019

Þessir skemmtilegu páskaungar eru eftir nemendur í 4. bekk í Korpu. Nú eru páskarnir að halda innreið sína og því frí framundan. Fyrsti skóladagur eftir páskafrí er þriðjudagurinn 23. apríl og verður skólastarfið samkvæmt stundaskrám. Þess má geta að fimmtudaginn 26. apríl verður líka frí þar sem þá kemur sumardagurinn fyrsti. Gleðilega páska!

Nánar
09 apr'19

Páskabingó Kelduskóla

Páskabingó Kelduskóla verður haldið í Kelduskóla Vík miðvikudaginn 10. apríl frá klukkan 17:30-18:45 og í Kelduskóla Korpu fimmtudaginn 11. apríl frá klukkan 17:30-18:45 Spjaldið kostar 300 krónur en tvö spjöld kosta 500 krónur. Muna að vera með pening því það verður ekki posi á staðnum. 10. bekkingar verða með veitingasölu.

Nánar
08 apr'19

Barnamenningarhátíð 2019

Nýtt lag Barnamenningarhátíðar Reykjavíkur er unnið af Jóni Jónssyni við texta Braga Valdimars Skúlasonar. Lagið varð til í góðu samstarfi við börnin í 4. bekkjum í grunnskólum borgarinnar. Þau fengu að sjá skemmtilegan leikþátt um að láta sig dreyma og að láta drauma sína rætast. Að því loknu veltu þau fyrir sér spurningum um hverjir…

Nánar