Skip to content

Fréttir

08 nóv'19

Skrekkur 2019

Nú hafa nemendur okkar lokið keppni í Skrekk með atriðið sitt um óheilbrigða ást. Við erum ótrúlega stolt af þessu flotta og samheldna hópi sem vann það þrekvirki að semja, æfa og flytja verkið „Þetta er ekki ást“. Nemendur fluttu verkið af stakri snilld og voru skóla sínum til sóma. Til hamingju, öll þið sem…

Nánar
05 nóv'19

Barnasáttmálinn

Nemendur í 7. bekk í Kelduskóla Korpu unnu stórt verkefni um Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna fyrir skömmu. Nemendur kynntu sér greinar sáttmálans, völdu þær greinar sem þeim þótti mikilvægar og unnu út frá þeim. Nemendur bjuggu til veggspjöld og héldu kynningar fyrir samnemendum sínum. Hver nemandi fékk afhent eintak af Barnasáttmálanum. Unnið verður áfram með Barnasáttmálann…

Nánar
23 okt'19

Vetrarleyfi 24. – 28. október

Nú skellur á hið árlega vetrarleyfi að hausti. Að venju munu borgarstofnanir bjóða upp á ýmislegt til að skemmta barnafjölskyldum. Nánari upplýsingar um viðburði má finna hér. Skólahald byrjar svo aftur þriðjudaginn 29. október með hefðbundnum hætti. Góða skemmtun í vetrarleyfinu!  

Nánar
23 okt'19

Norræna skólahlaupið

Fimmtudaginn 18. október var Norræna skólahlaupið á dagskrá. Nemendur hlupu mislangar vegalengdir, viðmiðið var að nemendur á yngsta stigi færu 2,5 km, nemendur á miðstigi 5 km og nemendur á unglingastigi 10 km. Nemendur stóðu sig að vanda mjög vel og náttúran skartaði sínu fegursta.      

Nánar
23 okt'19

Gullskórinn 2019

Kelduskóli tók þátt í verkefninu Göngum í skólann sem var sett miðvikudaginn 5. september og lauk formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 10. október. Þetta er í tólfta sinn sem verkefnið er haldið hér á landi og hefur þátttaka aukist jafnt og þétt. Megin markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka…

Nánar
10 okt'19

Bleiki dagurinn 2019

Bleiki dagurinn verður haldinn hátíðlegur á morgun, föstudaginn 11. október. Af því tilefni viljum við hvetja alla nemendur og starfsfólk til að mæta í einhverju bleiku og sýna þannig samhug með Krabbameinsfélaginu sem tileinkar októbermánuði baráttunni við krabbamein. Hér má fræðast nánar um bleika daginn og bleiku slaufuna.

Nánar
02 okt'19

Sumarlestur

Viðurkenningar fyrir sumarlestur voru veittar á dögunum. 85 nemendur í Kelduskóla fengu viðurkenningu og óskum við þeim innilega til hamingju. Á myndinni má sjá stolta verðlaunahafa í 2. bekk í Vík.  

Nánar
26 sep'19

Útikennsla hjá 6. og 7. bekk

Útikennslutímarnir hjá 6. og 7. bekk hafa farið vel af stað. Í morgun var útieldun þar sem nemendur steiktu naan brauð og var mikil ánægja með. Einnig höfum við farið í fjöruferð, útileiki og þrautir og tjaldað á skólalóðinni. Myndir frá útikennslunni.  

Nánar
17 sep'19

Afhending Grænfánans á Degi náttúrunnar

Það var vel við hæfi á Degi íslenskrar náttúru að fulltrúi frá Landvernd, Katrín Magnúsdóttir heimsótti okkur í Kelduskóla og afhenti fulltrúm skólans Grænfána. Þetta var í 7. sinn sem Kelduskóli fær þennan vott um vinnuna á sviði umhverfisverndar, sem fer fram innan veggja skólans.  Grænfáninn er nefnilega alþjóðleg viðurkenning Skóla á grænni grein fyrir…

Nánar
02 sep'19

Göngum í skólann byrjar 4. september

Kelduskóli  hefur ákveðið að taka þátt í Göngum í skólann, verkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Embætti landlæknis, Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Heimilis og skóla. Göngum í skólann verður sett miðvikudaginn 4. september og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 10. október. Þetta er í tólfta sinn…

Nánar