Skip to content
22 maí'20

Íþróttadagur Kelduskóla Vík 22. maí

Hinn árlegi íþróttadagur Kelduskóla var haldinn föstudaginn 22. maí í brakandi þurrki og blíðviðri. Nemendahópar voru sameinaðir og unnu þeir að alls kyns skemmtilegu verkefnum, að mestu útivið. Allir skemmtu sér vel og í lok dags var boðið upp á ljúffengar pítsur. P.S. Forsíðumyndin er af rusli en það var eitt af verkefnum í ratleik…

Nánar
20 maí'20

Sigling um sundin blá

Nemendur í 7. bekk Kelduskóla Korpu fóru í skemmtilega siglingu um sundin blá. Í siglingunni var m.a. boðið upp á fræðslu um lífríkið í sjó. Myndir.

Nánar
03 apr'20

Gleðilega páska

Við, starfsfólk Kelduskóla, viljum óska nemendum okkar og foreldrum gleðilegra páska með vonum um batnandi veður og blóm í haga og gómsæt páskaegg. Skólastarf í Kelduskóla hefur gengið eins vel og kostur er og verður það með sama hætti eftir páska. Páskakveðja frá starfsfólki Kelduskóla.

Nánar
03 apr'20

Sungið fyrir íbúa

Nemendur í 7. bekk Kelduskóla Korpu glöddu íbúa hverfisins með fallegum söng síðasta skóladaginn fyrir páskafrí. Einnig var farið á Bakka og sungið fyrir leikskólabörnin.  

Nánar
02 apr'20

Páskaföndur frá 6. bekk

List- og verkgreinakennararnir Þórunn og Guðrún Lára hafa verið að vinna að páskaföndri með 6. bekkingum. Útkoman er stórskemmtileg eins og myndirnar bera með sér.

Nánar
02 apr'20

Heilræði á tímum kórónuveiru

Lýðheilsusvið embættis landlæknis hefur tekið saman 10 heilræði sem sem byggja á niðurstöðum rannsókna á því hvað er gagnlegt að gera til að hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Ráðin eru nefnd Heilræði á tímum kórónuveiru og er einnig líka að nálgast þetta efni á ensku og pólsku. Vonandi gagnast þessi heilræði okkur. Eitt…

Nánar
16 mar'20

Takmörkun á skólastarfi Kelduskóla vegna farsóttar

Við í Kelduskóla förum eftir viðmiðum um takmarkanir á skóla- og frístundastarfi vegna Covid19 og starfsfólk nýtir daginn í dag til að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Nemendur verða ekki fleiri en 20 í rými og á útisvæði. Mötuneyti verður lokað og nemendur þurfa því að koma með nesti og vatnsbrúsa. Nemendur þurfa einnig að koma…

Nánar
12 mar'20

Lífshlaupið 2020

Nemendur Kelduskóla stóðu sig með mikilli prýði í Lífshlaupinu, sem stóð yfir í febrúar. Nemendurnir lentu í 3. sæti í flokknum 300-499 nemendur. Innilega til hamingju! Nánari upplýsingar um Lífshlaupið.

Nánar
06 mar'20

Korpuleikarnir 2020

Korpuleikarnir voru haldnir á öskudag eins og venja er í Korpu. Úrslit voru tilkynnt við mikinn fögnuð þátttakenda föstudaginn 6. mars. Veittar voru viðurkenningar fyrir þrjú stigahæstu liðin og vinningsliðið fékk einnig bikar að launum. Hér að neðan eru verðlaunahafarnir í 1.-.3 sæti.

Nánar