Skip to content
03 apr'20

Gleðilega páska

Við, starfsfólk Kelduskóla, viljum óska nemendum okkar og foreldrum gleðilegra páska með vonum um batnandi veður og blóm í haga og gómsæt páskaegg. Skólastarf í Kelduskóla hefur gengið eins vel og kostur er og verður það með sama hætti eftir páska. Páskakveðja frá starfsfólki Kelduskóla.

Nánar
03 apr'20

Sungið fyrir íbúa

Nemendur í 7. bekk Kelduskóla Korpu glöddu íbúa hverfisins með fallegum söng síðasta skóladaginn fyrir páskafrí. Einnig var farið á Bakka og sungið fyrir leikskólabörnin.  

Nánar
02 apr'20

Páskaföndur frá 6. bekk

List- og verkgreinakennararnir Þórunn og Guðrún Lára hafa verið að vinna að páskaföndri með 6. bekkingum. Útkoman er stórskemmtileg eins og myndirnar bera með sér.

Nánar
02 apr'20

Heilræði á tímum kórónuveiru

Lýðheilsusvið embættis landlæknis hefur tekið saman 10 heilræði sem sem byggja á niðurstöðum rannsókna á því hvað er gagnlegt að gera til að hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Ráðin eru nefnd Heilræði á tímum kórónuveiru og er einnig líka að nálgast þetta efni á ensku og pólsku. Vonandi gagnast þessi heilræði okkur. Eitt…

Nánar
16 mar'20

Takmörkun á skólastarfi Kelduskóla vegna farsóttar

Við í Kelduskóla förum eftir viðmiðum um takmarkanir á skóla- og frístundastarfi vegna Covid19 og starfsfólk nýtir daginn í dag til að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Nemendur verða ekki fleiri en 20 í rými og á útisvæði. Mötuneyti verður lokað og nemendur þurfa því að koma með nesti og vatnsbrúsa. Nemendur þurfa einnig að koma…

Nánar
12 mar'20

Lífshlaupið 2020

Nemendur Kelduskóla stóðu sig með mikilli prýði í Lífshlaupinu, sem stóð yfir í febrúar. Nemendurnir lentu í 3. sæti í flokknum 300-499 nemendur. Innilega til hamingju! Nánari upplýsingar um Lífshlaupið.

Nánar
06 mar'20

Korpuleikarnir 2020

Korpuleikarnir voru haldnir á öskudag eins og venja er í Korpu. Úrslit voru tilkynnt við mikinn fögnuð þátttakenda föstudaginn 6. mars. Veittar voru viðurkenningar fyrir þrjú stigahæstu liðin og vinningsliðið fékk einnig bikar að launum. Hér að neðan eru verðlaunahafarnir í 1.-.3 sæti.

Nánar
01 mar'20

Góður árangur nemenda í stærðfræðikeppni

Þann 26. febrúar var haldin stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur úr Grafarvogi, Árbæ, Norðlingaholti, Breiðholti, Kjalarnesi og Grafarholti. Stærðfræðikennarar við Borgarholtsskóla stóðu fyrir keppninni en 5 efstu nemendunum í 10. bekk er boðin niðurfelling skólagjalda á fyrstu önninni ef þeir koma í Borgarholtsskóla. Það tóku nokkrir nemendur úr Kelduskóla þátt og var árangurinn glæsilegur. Veigar Örn Rúnarsson…

Nánar
27 feb'20

Vetrarfrí 2020

Vetrarfríið byrjar föstudaginn 28. febrúar og stendur til 2. mars. Samstarfsdagur kennarar er síðan 3. mars. Nemendur mæta því aftur í skólann miðvikudaginn 4. mars samkvæmt stundaskrá. Að venju verður margt á döfinni í Reykjavík í fríinu eins og kemur fram á vefsíðu borgarinnar. Hér má svo sjá yfirlitsmynd af viðburðunum. Gleðilegt vetrarfrí!

Nánar
26 feb'20

Öskudagur í Kelduskóla 2020

Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í Kelduskóla með hefðbundnum hætti í báðum húsum. Í Vík var drauga- og hryllingshús, Kaffihús Klemma, hæfileikakeppnin Keldó got talent, spákona, samvera á sal, svo fátt eitt sé nefnt. Í Korpu voru Korpuleikar haldnir hátíðlega þar sem nemendum var skipt í lið þvert á árganga. Liðin kepptust við að leysa hinar…

Nánar