Skip to content
24 feb'20

Öskudagur 26. febrúar

Miðvikudaginn 26. febrúar er skertur skóladagur en þá höldum við upp á öskudag í skólanum. Sú hefð hefur skapast að nemendur mæta í búningum í skólann þennan dag og við gerum okkur dagamun. Nemendur mæta samkvæmt stundaskrá kl. 8:15 en fara í mismunandi verkefni um morguninn. Við viljum vekja athygli á að í Vík verður…

Nánar
05 feb'20

100 daga hátíð

Í byrjun vikunnar var 100 daga hátíð haldin í Kelduskóla. Nemendur í 1. bekk fögnuðu því að hafa verið 100 daga í skóla og gerðu það með alls kyns uppbroti. Unnin voru verkefni tengd tölunni 100, farið í skrúðgöngu og gætt sér á 100 stykkjum af góðgæti.    

Nánar
29 jan'20

Snjókarlakeppnin

Nemendur i 6. bekk nýttu veðrið vel í gær og fóru út að gera snjókarla. Tilgangurinn var hópefli og nýting á snjónum sem efnivið. Í lokin fóru kennarar á milli, tóku myndir af snjókörlunum og hönnuðum. Einn hönnunarhópurinn fékk viðurkenningu fyrir útlit snjókarlsins og samvinnu. Skemmst frá því að segja að nemendur voru kátir með…

Nánar
28 jan'20

Fjöltefli í Vík

Þriðjudaginn 21. janúar komu góðir gestir í heimsókn, þeir Hrafn Jökulsson frá Hróknum og Helgi Árnason frá Skákdeild Fjölnis. Hrafn bauð nemendum 4. til 6.  bekkja í fjöltefli. Áður en að fjölteflinu kom, þá fræddi Hrafn nemendur um Grænland enda fjölfróður um landið og mikill unnandi þess. Fjölteflið var mjög skemmtilegt að sögn nemenda. Nemendur…

Nánar
09 jan'20

Yngri skólabörn sótt í lok skóla- og frístundastarfs

Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu í dag og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn, yngri en 12 ára, í lok skóla eða frístundastarfs í dag, fimmtudag 9. janúar. Á ensku: A yellow weather warning has been issued for the greater Reykjavík area today, thursday 9th. Parents and guardians of children younger than 12…

Nánar
20 des'19

Gleðileg jól og farsælt komandi ár!

Nú er jólaskemmtununum að ljúka. Svanur tónmenntakennari spilaði fyrir dansi og Stúfur og Kertasníkir kíktu í heimsókn. Eins og myndirnar bera með sér þá var mikið fjör og mikil gleði ríkti í skólanum í dag. Myndir. Starfsfólk og nemendur Kelduskóla óska hvert öðru og öllum gleðilegra jóla með óskum um enn eitt frábært árið. Nýtt…

Nánar
20 des'19

Helgileikur í Vík

Helgileikurinn í Vík var að þessu sinni fluttur daginn fyrir jólaballið. Að venju voru 7. bekkingar í aðalhlutverki en í ár fengu þeir góða aðstoð frá 6. bekkingum og nokkrum vel völdum 1. bekkingum. Nemendur fluttu helgileikinn tvisvar sinnum, fyrst fyrir yngri nemendur og svo fyrir foreldra sína. Allir nemendur stóðu sig mjög vel og…

Nánar
18 des'19

Helgileikur, veislumatur og jólaskemmtanir

Nú líður að að áramótum og jólafríið um það bil að skella á. Á síðasta skóladeginum, fimmtudeginum 19. desember, munu 6. og 7. bekkir í Vík sýna yngri nemendum og foreldrum sínum helgileikinn. Síðar sama daginn verður öllum nemendum Kelduskóla boðið upp á hátíðarmat, jóladrykk og eftirrétt. Á föstudeginum 20. desember verða jólaskemmtanir. Í Vík…

Nánar