Skip to content
21 maí'20

Íþróttadagur

Líkt og fram kemur á skóladagatali verður íþróttadagur í Kelduskóla föstudaginn 22. maí. Kennarar hafa skipulagt skemmtilegan dag þar sem útivera og hreyfing eru í hávegum höfð. Deginum lýkur kl. 12:00 og þá taka frístundaheimilin við nemendum í 1.-4. bekk.

Nánar
13 mar'20

Starfsdagur 16. mars

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað næstu fjórar vikur. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að skipulagningu skólastarfs miðað við ofangreindar ákvarðanir. Þegar hefur verið ákveðið að mánudaginn 16. mars 2020 verði starfsdagur í grunnskólum, leikskólum, frístundaheimilum, félagsmiðstöðvum og…

Nánar
10 mar'20

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Grafarvogi

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Grafarvogskirkju mánudaginn 9. mars og lásu nemendur frá grunnskólum Grafarvogs og Klébergs til úrslita. Jökull Hólm og Gabríella Stefánsdóttir voru glæsilegir fulltrúar Kelduskóla og eiga þau hrós skilið fyrir prýðilega frammistöðu.

Nánar
03 mar'20

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Fimmtudaginn 27. febrúar febrúar voru fulltrúar Kelduskóla valdir til að taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fer í Grafarvogskirkju 9. mars nk. Haldin var keppni á sal þar sem dómnefnd tilnefndi tvo fulltrúa og einn varamann. Starf dómnefndar var ekki öfundsvert þar sem mjög margir frambærilegir nemendur stigu á stokk. Fyrir hönd Kelduskóla keppa…

Nánar
13 feb'20

Skólahald fellur niður 14. febrúar

English below Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur lýst yfir óvissu­stigi al­manna­varna fyr­ir allt landið vegna aftaka­veðurs á morg­un, föstu­dag 14. febrúar. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið frá kl. 7 í fyrramálið sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til.  Reglulegt skólahald fellur niður en leikskólar og grunnskólar verða…

Nánar
29 ágú'19

Skólamatur í Korpu

Fyrirtækið Skólamatur hefur tekið við eldhúsinu í Korpu frá og með þessari viku og af því tilefni settum við tengil á forsíðu. Á forsíðunni eru því tenglar á matseðla í Vík og Korpu. Verði okkur að góðu!

Nánar
16 ágú'19

Skólasetning í Kelduskóla

Starfsfólk Kelduskóla er mætt aftur til starfa og við hlökkum mikið til að taka á móti nemendum og foreldrum á skólakynningarfundum fimmtudaginn 22. ágúst: Vík: Nemendur í 2. og 3. bekk mæta klukkan 9 Nemendur í 4. og 5. bekk mæta klukkan 10 Nemendur í 6. og 7. bekk mæta klukkan 11 Nemendur í 8.…

Nánar
26 mar'19

Árshátíð unglingastigs Kelduskóla

Nú er árshátíð unglingadeildar framundan, fimmtudaginn  28. mars. Þetta er mikil hátíð hjá okkur og munu nemendur vinna að undirbúningi í vikunni. Þemað í ár er „Mama mía“ og nemendur munu raða sér í vinnuhópa á mánudaginn og þriðjudag. Fjörið hefst svo á miðvikudaginn kl.10:00- 13:10 og auk þess fer allur fimmtudagurinn í að umbreyta…

Nánar
26 mar'19

Skólahreysti 2019

Kelduskóli keppti í Skólahreysti  21. mars og stóðu keppendur okkar sig með mikilli prýði. Keppendurnir voru þeir Almar, Berglind, Sigurður og Vigdís og til vara voru Eydís og Birgir. Keppnin fer fram í íþróttahúsi Hauka á Ásvöllum í Hafnarfirði og var öll aðstaða til fyrirmyndar líkt og undanfarin ár. Fyrir áhugasama má benda á Facebook…

Nánar