Skip to content

Fjöltefli í Vík

Þriðjudaginn 21. janúar komu góðir gestir í heimsókn, þeir Hrafn Jökulsson frá Hróknum og Helgi Árnason frá Skákdeild Fjölnis.
Hrafn bauð nemendum 4. til 6.  bekkja í fjöltefli. Áður en að fjölteflinu kom, þá fræddi Hrafn nemendur um Grænland enda fjölfróður um landið og mikill unnandi þess. Fjölteflið var mjög skemmtilegt að sögn nemenda. Nemendur í Korpu munu fá viðlíka heimsókn sem allra fyrst.
Frekari upplýsingar um Hrókinn og Skákdeild Fjölnis.