Skip to content

Bekkjarfulltrúar

Hlutverk bekkjarfulltrúa er að stuðla að auknu samstarfi foreldra, kennara og nemenda innan hvers bekkjar. Bekkjarfulltrúar eru kosnir af foreldrum eða tilnefndir í samráði við fyrri bekkjarfulltrúa. Bekkjarfulltrúar eru tveir fyrir hvern bekk og einungis er skipt um annan bekkjarfulltrúann í hvert sinn, þannig að þeir sitji tvö ár í senn.

Í nokkrum árgöngum hafa verið haldin foreldrakvöld í upphafi skólaárs þar sem t.d. er farið yfir verkaskiptingu foreldra á atburði vetrarins, um foreldrarölt, afmæli og afmælisgjafir, útivistartíma og margt fleira.  Slíkir fundir mynda oft góðan grunn að fyrirmyndar foreldrasamstarfi, og þéttir foreldrahópinn.

Lagt er til að haldin séu að lágmarki tvö bekkjarkvöld á vetri.  Í samkennsluárgöngum má halda annað þeirra sameiginlega.  Bekkjarkvöld eru oftast haldin seinni part dags í skólanum þar sem nemendur og foreldrar eiga góða stund saman.  Það er margt hægt að gera t.d. spila, fara í leiki, halda íþróttahátíð og oft hafa krakkarnir æft einhver skemmtiatriði eða sýningu jafnvel undir leiðsögn kennara.  Mælt er með að bekkjarkvöld séu haldin í hverfinu og nánast að kostnaðarlausu.

Bekkjafulltrúar Kelduskóla 2019-2020

Starfsreglur bekkjarfulltrúa