Foreldrarölt

Foreldrarölt köllum við röltið þegar við foreldrar röltum saman um hverfið okkar á föstudags- eða laugardagskvöldum. Tilgangur röltsins er að fylgjast með því hvort unglingarnir okkar séu úti og hvað þá þau eru að aðhafast. Er hópamyndun í gangi, er allt í lagi með þau eða eru einhverjir óæskilegir aðilar að skipta sér af þeim og/eða reyna að hafa miður æskileg áhrif á þau ?
Við erum foreldrar sem er annt um börnin okkar og viljum þeim allt það besta. Þess vegna röltum við. Ef allir taka þátt þarf hver og einn að rölta í mesta lagi tvö kvöld hvort misserið. Gangan tekur um tvo tíma og best er að ekki fari færri en 4-6 í senn. Það er samdóma álit flestra sem tekið hafa þátt að foreldraröltinu að það sé gefandi og notaleg stund til að spjalla við aðra foreldra og að auki er röltið hin besta hreyfing.

 

Skipulag foreldrarölts

Skipting eftir bekkjum skólaárið 2014 - 2015

 

 

Prenta | Netfang