Skip to content
22 jún'20

Gleðilegt sumar!

Starfsfólk Kelduskóla vill þakka nemendum og foreldrum gott samstarf á liðnu skólaári. Sjáumst hress og endurnærð í ágúst í nýjum …Borgaskóla… Engjaskóla …Víkurskóla!

Nánar
05 jún'20

Útskrift 2020

Útskrift 10. bekkinga fór fram fimmtudaginn 4. júní í Korpu. Að þessu sinni voru 37 nemendur útskrifaðir og voru þeir í tveimur umsjónarbekkjum, þeirra Evu og Fionu. Dagskrá skólaslita var á þá leið að skólastjóri setti samkomuna. Að því loknu lék Ragnheiður Aðalsteinsdóttir á fiðlu Sardas eftir Montí, og Matthías Stefánsson lék undir á gítar.…

Nánar
03 jún'20

Útskrift og skólaslit í Kelduskóla

Útskrift nemenda í 10. bekk verður á fimmtudaginn 4. júní kl. 17:00 á sal í Korpu. Tilhögun á útskrift breyttist í samræmi við nýjustu viðmið frá Almannavörnum er varða skólastarf.  Foreldrum og forráðmönnum boðið að vera viðstödd, hámark tveir með hverjum nemanda. Skólaslit í Kelduskóla verða föstudaginn 5. júní. Nemendur í Korpu mæta kl. 10:00…

Nánar
03 jún'20

Skák í Korpu

Miðvikudaginn 3. júní fengum við góða gesti í heimsókn í Korpu. Helgi Árnason, Erlingur Þorsteinsson og Dagur Ragnarsson komu frá Skákdeild Fjölnis og fengu nemendur að taka þátt í skákmóti og fjöltefli. Nemendur sýndu mikinn áhuga og skemmtu sér vel. Frekari upplýsingar um Hrókinn og Skákdeild Fjölnis. Myndir.  

Nánar
02 jún'20

Kistlar í Korpu

Nemendur í 5. bekk í Korpu smíðuðu gullfallega kistla í smíðatíma hjá Guðrúnu Láru. Sjá myndir.

Nánar
29 maí'20

Leikhópurinn Lotta

Miðvikudaginn 27. maí fengu nemendur yngsta stigs í báðum húsum góða gesti, en það var Leikhópurinn Lotta. Lotta setti upp sína útgáfu af ævintýrinu um Öskubusku og þótti sýniningin sérstaklega skemmtileg. Kærar þakkir til foreldrafélags Kelduskóla sem bauð nemendum uppá þessa frábæru sýningu. Myndir og myndbönd.

Nánar
22 maí'20

Íþróttadagur Kelduskóla Vík 22. maí

Hinn árlegi íþróttadagur Kelduskóla var haldinn föstudaginn 22. maí í brakandi þurrki og blíðviðri. Nemendahópar voru sameinaðir og unnu þeir að alls kyns skemmtilegu verkefnum, að mestu útivið. Allir skemmtu sér vel og í lok dags var boðið upp á ljúffengar pítsur. P.S. Forsíðumyndin er af rusli en það var eitt af verkefnum í ratleik…

Nánar
21 maí'20

Íþróttadagur

Líkt og fram kemur á skóladagatali verður íþróttadagur í Kelduskóla föstudaginn 22. maí. Kennarar hafa skipulagt skemmtilegan dag þar sem útivera og hreyfing eru í hávegum höfð. Deginum lýkur kl. 12:00 og þá taka frístundaheimilin við nemendum í 1.-4. bekk.

Nánar
20 maí'20

Sigling um sundin blá

Nemendur í 7. bekk Kelduskóla Korpu fóru í skemmtilega siglingu um sundin blá. Í siglingunni var m.a. boðið upp á fræðslu um lífríkið í sjó. Myndir.

Nánar