23 maí'19

Grunnskólamót Norðurlandanna

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna 2019 fer fram í Stokkhólmi dagana 20.-24.maí. Mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1948 fyrir utan eitt ár og hefur lið frá Reykjavík tekið þátt síðan 2006. Í ár eru tveir keppenda frá Kelduskóla í hópnum. Ragnheiður Aðalsteinsdóttir keppir í handbolta og Óskar Dagur Jónasson í fótbolta. Þegar þetta er skrifað…

Nánar
16 maí'19

Menningarmót 2019

Miðvikudaginn 15.maí frá kl.10 til 11:20 var fyrsta menningararmótið í Kelduskóla Vík. Bekkirnir sem tóku þátt voru 3. bekkur, 6. bekkur og 9. bekkur. Hvað er menning? Hvað gerir okkur stolt og fær okkur til að blómstra? Hversu mörg tungumál tölum við í bekknum okkar? Þessum og fleirum spurningum var svarað í gær þegar nemendur…

Nánar
12 apr'19

Páskar 2019

Þessir skemmtilegu páskaungar eru eftir nemendur í 4. bekk í Korpu. Nú eru páskarnir að halda innreið sína og því frí framundan. Fyrsti skóladagur eftir páskafrí er þriðjudagurinn 23. apríl og verður skólastarfið samkvæmt stundaskrám. Þess má geta að fimmtudaginn 26. apríl verður líka frí þar sem þá kemur sumardagurinn fyrsti. Gleðilega páska!

Nánar
09 apr'19

Páskabingó Kelduskóla

Páskabingó Kelduskóla verður haldið í Kelduskóla Vík miðvikudaginn 10. apríl frá klukkan 17:30-18:45 og í Kelduskóla Korpu fimmtudaginn 11. apríl frá klukkan 17:30-18:45 Spjaldið kostar 300 krónur en tvö spjöld kosta 500 krónur. Muna að vera með pening því það verður ekki posi á staðnum. 10. bekkingar verða með veitingasölu.

Nánar
08 apr'19

Barnamenningarhátíð 2019

Nýtt lag Barnamenningarhátíðar Reykjavíkur er unnið af Jóni Jónssyni við texta Braga Valdimars Skúlasonar. Lagið varð til í góðu samstarfi við börnin í 4. bekkjum í grunnskólum borgarinnar. Þau fengu að sjá skemmtilegan leikþátt um að láta sig dreyma og að láta drauma sína rætast. Að því loknu veltu þau fyrir sér spurningum um hverjir…

Nánar
04 apr'19

Ávaxtakarfan í Vík

Nú standa æfingar yfir á fullu hjá 2. og 3. bekk á söngleiknum Ávaxtakarfan eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur (Kikku). Sýning fyrir aðstandendur verður þriðjudaginn 9. apríl nk. kl. 10:00 í salnum í Kelduskóla Vík.

Nánar
30 mar'19

Velheppnuð Mamma Mía árshátíð hjá unglingunum

Þemað í ár var Mamma Mía. Nemendur völdu sér ákveðin verkefni með aðstoð kennara sem þeir unnu að á þemadögunum til að gera kvöldið sem glæsilegast. Afraksturinn fór fram úr björtustu vonum, fallegar skreytingar og fín skemmtiatriði. Kokkarnir okkar, þeir Dóri og Teddi elduðu nautakjöt með girnilegu meðlæti og í eftirrétt var súkkulaðikaka með ís.…

Nánar
26 mar'19

Árshátíð unglingastigs Kelduskóla

Nú er árshátíð unglingadeildar framundan, fimmtudaginn  28. mars. Þetta er mikil hátíð hjá okkur og munu nemendur vinna að undirbúningi í vikunni. Þemað í ár er „Mama mía“ og nemendur munu raða sér í vinnuhópa á mánudaginn og þriðjudag. Fjörið hefst svo á miðvikudaginn kl.10:00- 13:10 og auk þess fer allur fimmtudagurinn í að umbreyta…

Nánar
26 mar'19

Skólahreysti 2019

Kelduskóli keppti í Skólahreysti  21. mars og stóðu keppendur okkar sig með mikilli prýði. Keppendurnir voru þeir Almar, Berglind, Sigurður og Vigdís og til vara voru Eydís og Birgir. Keppnin fer fram í íþróttahúsi Hauka á Ásvöllum í Hafnarfirði og var öll aðstaða til fyrirmyndar líkt og undanfarin ár. Fyrir áhugasama má benda á Facebook…

Nánar