12 mar'19

Úrslitin í Stóru upplestrarkeppninni

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Grafarvogskirkju mánudaginn 11. mars og lásu 14 nemendur frá grunnskólum Grafarvogs og Klébergs til úrslita. Freyja Daníelsdóttir og Sigrún Heba Þorkelsdóttir voru fulltrúar Kelduskóla. Þær stóðu sig með mikilli prýði en Freyja hreppti þriðja sætið í keppninni.

Nánar
08 mar'19

Hvatningarverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur

Hér eru þær Marta Gunnarsdóttir og Jóhanna Þorvaldsdóttir frumkvöðlar Fimmunnar í Kelduskóla. Kelduskóli hlaut viðurkenningu fyrir verkefnið  „Fimman – kennsluaðferð“. Fimman er viðleitni kennara Kelduskóla til þess að sporna gegn hrakandi lestrarfærni nemenda og um leið árangursrík leið að bættum námsárangri. Aðferðin virkar mjög vel og hefur slegið í gegn hjá kennurum, nemendum og foreldrum.…

Nánar
07 mar'19

Öskudagur 2019

Öskudagurinn í Kelduskóla var sérlega skemmtilegur í ár enda lögðu nemendur og starfsfólk sig fram við að gera daginn eftirminnilegan. Búningar nemenda voru mjög fjölbreytilegir og margir voru úrræðagóðir í gerð sinna búninga. Alls kyns stöðvar voru í boði fyrir nemendur: Hæfileikakeppni, leikjastöðvar, Tarzan-leikur og  drauga- og hryllingshús sem 10. bekkingar settu upp. 9. bekkingar…

Nánar
04 mar'19

Öskudagur í Kelduskóla

Miðvikudagurinn 6. mars er skertur skóladagur en þá höldum við upp á öskudag í skólanum. Sú hefð hefur skapast að nemendur mæta í búningum í skólann þennan dag og við gerum okkur dagamun. Nemendur mæta samkvæmt stundaskrá kl. 8:15  en fara í mismunandi verkefni um morguninn. Í Korpu verða hinir árlegu Korpuleikar og í Vík…

Nánar
01 mar'19

Kelduskóli hafnaði í 2. sæti í Lífshlaupinu

Hér má sjá fulltrúa nemenda úr nemendaráði ásamt kennara sínum, Kristínu Höllu, með plattann góða. Þá hefur Lífshlaupið 2019 runnið sitt skeið. Líkt og undanfarin ár stóðu nemendur Kelduskóla sig mjög vel. Kelduskóli lenti í öðru sæti í flokki skóla með nemendafjölda á bilinu 300-499. Verðlaunaafhendingin fór fram fyrr í dag í sal KSÍ á…

Nánar
01 mar'19

Stærðfræðikeppni í Borgarholtsskóla

Á myndinni er Davíð með Andra Þór stærðfræðikennara. Hin árlega Stærðfræðikeppni Borgarholtsskóla fyrir grunnskólanema – StæBor – var haldin fyrir skemmstu. Alls voru 160 nemendur úr grunnskólunum í nágrenninu skráðir til leiks. Keppt var í þremur flokkum, einum fyrir hvern árgang í unglingadeild. Davíð Arnar Kristjánsson í 10. bekk lenti í fimmta sæti  í þessari…

Nánar
28 feb'19

Opinn foreldrafundur um grunnskóla- og frístundastarf

Opinn foreldrafundur um grunnskóla- og frístundastarf í norðanverðum Grafarvogi á sal Kelduskóla Vík þriðjudaginn 5. mars kl. 18:00 Á fundinum verður brugðið upp mynd af þróun barnafjölda í norðanverðum Grafarvogi og þeim áhrifum sem hún hefur á grunnskóla- og frístundastarf. Þá verður kynnt leið úr þeim vanda sem er að skapast, sem mörgum þykir áhugaverð.…

Nánar
27 feb'19

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Fimmtudaginn 21. febrúar voru fulltrúar Kelduskóla valdir til að taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fer 11. mars nk. Haldin var keppni á sal þar sem dómnefnd tilnefndi tvo fulltrúa og einn varamann. Starf dómnefndar var ekki öfundsvert þar sem mjög margir frambærilegir nemendur stigu á stokk. Fyrir hönd Kelduskóla keppa Freyja Daníelsdóttir og…

Nánar
22 feb'19

Vetrarfrí 25. og 26. febrúar

Við viljum minna á vetrarfrísdagana 25. og 26. febrúar. Í tilefni þeirra verða viðburðir víðs vegar um borgina okkar. Hér má sjá dagskrána í betri upplausn.

Nánar