Skip to content
09 jan'20

Yngri skólabörn sótt í lok skóla- og frístundastarfs

Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu í dag og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn, yngri en 12 ára, í lok skóla eða frístundastarfs í dag, fimmtudag 9. janúar. Á ensku: A yellow weather warning has been issued for the greater Reykjavík area today, thursday 9th. Parents and guardians of children younger than 12…

Nánar
20 des'19

Gleðileg jól og farsælt komandi ár!

Nú er jólaskemmtununum að ljúka. Svanur tónmenntakennari spilaði fyrir dansi og Stúfur og Kertasníkir kíktu í heimsókn. Eins og myndirnar bera með sér þá var mikið fjör og mikil gleði ríkti í skólanum í dag. Myndir. Starfsfólk og nemendur Kelduskóla óska hvert öðru og öllum gleðilegra jóla með óskum um enn eitt frábært árið. Nýtt…

Nánar
20 des'19

Helgileikur í Vík

Helgileikurinn í Vík var að þessu sinni fluttur daginn fyrir jólaballið. Að venju voru 7. bekkingar í aðalhlutverki en í ár fengu þeir góða aðstoð frá 6. bekkingum og nokkrum vel völdum 1. bekkingum. Nemendur fluttu helgileikinn tvisvar sinnum, fyrst fyrir yngri nemendur og svo fyrir foreldra sína. Allir nemendur stóðu sig mjög vel og…

Nánar
18 des'19

Helgileikur, veislumatur og jólaskemmtanir

Nú líður að að áramótum og jólafríið um það bil að skella á. Á síðasta skóladeginum, fimmtudeginum 19. desember, munu 6. og 7. bekkir í Vík sýna yngri nemendum og foreldrum sínum helgileikinn. Síðar sama daginn verður öllum nemendum Kelduskóla boðið upp á hátíðarmat, jóladrykk og eftirrétt. Á föstudeginum 20. desember verða jólaskemmtanir. Í Vík…

Nánar
18 des'19

Friðbergur forseti!

Rithöfundurinn Árni Árnason kom í heimsókn í Kelduskóla í dag, miðvikudaginn 18. desember, og las kafla úr sögu sinni, Friðbergur forseti, fyrir yngri nemendurna. Fyrst í Vík og svo í Korpu. Sagan þótti spennandi og mjög skemmtileg og var góður rómur gerður að upplestrinum.  

Nánar
13 des'19

Helgileikur í Korpu

Helgileikurinn Bjartasta stjarnan hefur verið sýndur á aðventu í Korpu síðan árið 2001. Höfundur helgileiksins er Benedicte Riis en Guðlaug Valdimarsdóttir þýddi söngtexta. Allir nemendur frá 1. -7. bekk tóku þátt í sýningunni, sungu inn jólin og heilluðu áhorfendur. Myndir.

Nánar
06 des'19

Jólaföndur í Kelduskóla

Hið árlega jólaföndur Kelduskóla fór fram fimmtudaginn 5. desember. Líkt og undanfarin ár fjölmenntu foreldrar og saman unnu heilu fjölskyldurnar að ýmsum jólaverkefnum. Að öðrum ólöstuðum, þá eiga nemendur 10. bekkja í Vík skilið sérstakt hrós skilið fyrir dugnað  og glæsileg vinnubrögð við vöfflubakstur en yngri nemenum var boðið upp á jólavöfflur með sultu og…

Nánar
03 des'19

Jólaföndur í Kelduskóla

Við minnum á að fimmtudaginn 5. desember, frá klukkan 8:15-9:40,  verður jólaföndur í Kelduskóla skamkvæmt skóladagatali. Opið hús er fyrir foreldra á þessum tíma og eru foreldrar hvattir til að koma og eiga notalega föndurstund með börnum sínum.

Nánar