Skip to content
22 maí'20

Íþróttadagur Kelduskóla Vík 22. maí

Hinn árlegi íþróttadagur Kelduskóla var haldinn föstudaginn 22. maí í brakandi þurrki og blíðviðri. Nemendahópar voru sameinaðir og unnu þeir að alls kyns skemmtilegu verkefnum, að mestu útivið. Allir skemmtu sér vel og í lok dags var boðið upp á ljúffengar pítsur. P.S. Forsíðumyndin er af rusli en það var eitt af verkefnum í ratleik…

Nánar
21 maí'20

Íþróttadagur

Líkt og fram kemur á skóladagatali verður íþróttadagur í Kelduskóla föstudaginn 22. maí. Kennarar hafa skipulagt skemmtilegan dag þar sem útivera og hreyfing eru í hávegum höfð. Deginum lýkur kl. 12:00 og þá taka frístundaheimilin við nemendum í 1.-4. bekk.

Nánar
20 maí'20

Sigling um sundin blá

Nemendur í 7. bekk Kelduskóla Korpu fóru í skemmtilega siglingu um sundin blá. Í siglingunni var m.a. boðið upp á fræðslu um lífríkið í sjó. Myndir.

Nánar
03 apr'20

Gleðilega páska

Við, starfsfólk Kelduskóla, viljum óska nemendum okkar og foreldrum gleðilegra páska með vonum um batnandi veður og blóm í haga og gómsæt páskaegg. Skólastarf í Kelduskóla hefur gengið eins vel og kostur er og verður það með sama hætti eftir páska. Páskakveðja frá starfsfólki Kelduskóla.

Nánar
03 apr'20

Sungið fyrir íbúa

Nemendur í 7. bekk Kelduskóla Korpu glöddu íbúa hverfisins með fallegum söng síðasta skóladaginn fyrir páskafrí. Einnig var farið á Bakka og sungið fyrir leikskólabörnin.  

Nánar
02 apr'20

Páskaföndur frá 6. bekk

List- og verkgreinakennararnir Þórunn og Guðrún Lára hafa verið að vinna að páskaföndri með 6. bekkingum. Útkoman er stórskemmtileg eins og myndirnar bera með sér.

Nánar
02 apr'20

Heilræði á tímum kórónuveiru

Lýðheilsusvið embættis landlæknis hefur tekið saman 10 heilræði sem sem byggja á niðurstöðum rannsókna á því hvað er gagnlegt að gera til að hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Ráðin eru nefnd Heilræði á tímum kórónuveiru og er einnig líka að nálgast þetta efni á ensku og pólsku. Vonandi gagnast þessi heilræði okkur. Eitt…

Nánar
16 mar'20

Takmörkun á skólastarfi Kelduskóla vegna farsóttar

Við í Kelduskóla förum eftir viðmiðum um takmarkanir á skóla- og frístundastarfi vegna Covid19 og starfsfólk nýtir daginn í dag til að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Nemendur verða ekki fleiri en 20 í rými og á útisvæði. Mötuneyti verður lokað og nemendur þurfa því að koma með nesti og vatnsbrúsa. Nemendur þurfa einnig að koma…

Nánar
13 mar'20

Starfsdagur 16. mars

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað næstu fjórar vikur. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að skipulagningu skólastarfs miðað við ofangreindar ákvarðanir. Þegar hefur verið ákveðið að mánudaginn 16. mars 2020 verði starfsdagur í grunnskólum, leikskólum, frístundaheimilum, félagsmiðstöðvum og…

Nánar