Skip to content
03 mar'20

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Fimmtudaginn 27. febrúar febrúar voru fulltrúar Kelduskóla valdir til að taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fer í Grafarvogskirkju 9. mars nk. Haldin var keppni á sal þar sem dómnefnd tilnefndi tvo fulltrúa og einn varamann. Starf dómnefndar var ekki öfundsvert þar sem mjög margir frambærilegir nemendur stigu á stokk. Fyrir hönd Kelduskóla keppa…

Nánar
01 mar'20

Góður árangur nemenda í stærðfræðikeppni

Þann 26. febrúar var haldin stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur úr Grafarvogi, Árbæ, Norðlingaholti, Breiðholti, Kjalarnesi og Grafarholti. Stærðfræðikennarar við Borgarholtsskóla stóðu fyrir keppninni en 5 efstu nemendunum í 10. bekk er boðin niðurfelling skólagjalda á fyrstu önninni ef þeir koma í Borgarholtsskóla. Það tóku nokkrir nemendur úr Kelduskóla þátt og var árangurinn glæsilegur. Veigar Örn Rúnarsson…

Nánar
27 feb'20

Vetrarfrí 2020

Vetrarfríið byrjar föstudaginn 28. febrúar og stendur til 2. mars. Samstarfsdagur kennarar er síðan 3. mars. Nemendur mæta því aftur í skólann miðvikudaginn 4. mars samkvæmt stundaskrá. Að venju verður margt á döfinni í Reykjavík í fríinu eins og kemur fram á vefsíðu borgarinnar. Hér má svo sjá yfirlitsmynd af viðburðunum. Gleðilegt vetrarfrí!

Nánar
26 feb'20

Öskudagur í Kelduskóla 2020

Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í Kelduskóla með hefðbundnum hætti í báðum húsum. Í Vík var drauga- og hryllingshús, Kaffihús Klemma, hæfileikakeppnin Keldó got talent, spákona, samvera á sal, svo fátt eitt sé nefnt. Í Korpu voru Korpuleikar haldnir hátíðlega þar sem nemendum var skipt í lið þvert á árganga. Liðin kepptust við að leysa hinar…

Nánar
24 feb'20

Öskudagur 26. febrúar

Miðvikudaginn 26. febrúar er skertur skóladagur en þá höldum við upp á öskudag í skólanum. Sú hefð hefur skapast að nemendur mæta í búningum í skólann þennan dag og við gerum okkur dagamun. Nemendur mæta samkvæmt stundaskrá kl. 8:15 en fara í mismunandi verkefni um morguninn. Við viljum vekja athygli á að í Vík verður…

Nánar
13 feb'20

Skólahald fellur niður 14. febrúar

English below Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur lýst yfir óvissu­stigi al­manna­varna fyr­ir allt landið vegna aftaka­veðurs á morg­un, föstu­dag 14. febrúar. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið frá kl. 7 í fyrramálið sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til.  Reglulegt skólahald fellur niður en leikskólar og grunnskólar verða…

Nánar
05 feb'20

100 daga hátíð

Í byrjun vikunnar var 100 daga hátíð haldin í Kelduskóla. Nemendur í 1. bekk fögnuðu því að hafa verið 100 daga í skóla og gerðu það með alls kyns uppbroti. Unnin voru verkefni tengd tölunni 100, farið í skrúðgöngu og gætt sér á 100 stykkjum af góðgæti.    

Nánar
29 jan'20

Snjókarlakeppnin

Nemendur i 6. bekk nýttu veðrið vel í gær og fóru út að gera snjókarla. Tilgangurinn var hópefli og nýting á snjónum sem efnivið. Í lokin fóru kennarar á milli, tóku myndir af snjókörlunum og hönnuðum. Einn hönnunarhópurinn fékk viðurkenningu fyrir útlit snjókarlsins og samvinnu. Skemmst frá því að segja að nemendur voru kátir með…

Nánar
28 jan'20

Fjöltefli í Vík

Þriðjudaginn 21. janúar komu góðir gestir í heimsókn, þeir Hrafn Jökulsson frá Hróknum og Helgi Árnason frá Skákdeild Fjölnis. Hrafn bauð nemendum 4. til 6.  bekkja í fjöltefli. Áður en að fjölteflinu kom, þá fræddi Hrafn nemendur um Grænland enda fjölfróður um landið og mikill unnandi þess. Fjölteflið var mjög skemmtilegt að sögn nemenda. Nemendur…

Nánar