Skip to content

Góður árangur nemenda í stærðfræðikeppni

Þann 26. febrúar var haldin stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur úr Grafarvogi, Árbæ, Norðlingaholti, Breiðholti, Kjalarnesi og Grafarholti.

Stærðfræðikennarar við Borgarholtsskóla stóðu fyrir keppninni en 5 efstu nemendunum í 10. bekk er boðin niðurfelling skólagjalda á fyrstu önninni ef þeir koma í Borgarholtsskóla. Það tóku nokkrir nemendur úr Kelduskóla þátt og var árangurinn glæsilegur. Veigar Örn Rúnarsson lenti í 5.sæti og Kristín Jónsdóttir lenti í 3.sæti, þau eru bæði í 10. FE. Við í Kelduskóla erum mjög stolt af þessum árangri nemenda okkar. Á myndinni eru þau Kristín og Veigar Örn ásamt stærðfræðikennaranum sínum, Andra Þór.