Skip to content

Grunnskólamót Norðurlandanna

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna 2019 fer fram í Stokkhólmi dagana 20.-24.maí. Mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1948 fyrir utan eitt ár og hefur lið frá Reykjavík tekið þátt síðan 2006. Í ár eru tveir keppenda frá Kelduskóla í hópnum. Ragnheiður Aðalsteinsdóttir keppir í handbolta og Óskar Dagur Jónasson í fótbolta. Þegar þetta er skrifað þá hefur Reykjavíkurúrvalið unnið tvo leiki og tapað einum. Frekari upplýsingar má finna á síðu Íþróttabandalags Reykjavíkur.


Óskar Dagur                                                        Reykjavíkurúrvalið