Skip to content

Heilræði á tímum kórónuveiru

Lýðheilsusvið embættis landlæknis hefur tekið saman 10 heilræði sem sem byggja á niðurstöðum rannsókna á því hvað er gagnlegt að gera til að hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Ráðin eru nefnd Heilræði á tímum kórónuveiru og er einnig líka að nálgast þetta efni á ensku og pólsku.
Vonandi gagnast þessi heilræði okkur. Eitt þeirra á bara við fullorðna en flestöll eiga vel við unga sem aldna og gott ef við tileinkuðum okkur sem flest.
Landlæknisembættið heldur líka úti Facebook síðu fyrir heilsueflandi grunnskóla og þar má sjá mörg góð ráðin.

Njótum augnabliksins- hér og nú!