Skip to content

Helgileikur í Vík

Helgileikurinn í Vík var að þessu sinni fluttur daginn fyrir jólaballið. Að venju voru 7. bekkingar í aðalhlutverki en í ár fengu þeir góða aðstoð frá 6. bekkingum og nokkrum vel völdum 1. bekkingum. Nemendur fluttu helgileikinn tvisvar sinnum, fyrst fyrir yngri nemendur og svo fyrir foreldra sína. Allir nemendur stóðu sig mjög vel og áhorfendur skemmtu sér. Skemmtileg og jólaleg sýning.
Myndir.