Skip to content

Helgileikur, veislumatur og jólaskemmtanir

Nú líður að að áramótum og jólafríið um það bil að skella á.
Á síðasta skóladeginum, fimmtudeginum 19. desember, munu 6. og 7. bekkir í Vík sýna yngri nemendum og foreldrum sínum helgileikinn. Síðar sama daginn verður öllum nemendum Kelduskóla boðið upp á hátíðarmat, jóladrykk og eftirrétt.
Á föstudeginum 20. desember verða jólaskemmtanir.
Í Vík mæta nemendur í 1., 3., og 6. bekk klukkan 9. Nemendur í 2., 4., 5. og 7. bekk mæta síðan klukkan 10. Nemendur koma á sal með umsjónarkennurum sínum og allir taka þátt í söng og dansi en litlu jól verða hjá hverjum bekk í heimastofu í lokin.
Í Korpu verða jólaskemmtanir fyrir 1.-7. bekk klukkan 11 á föstudeginum. Þar verður byrjað á litlu jólunum í stofum og síðan endað á góðu jólaballi.