Skip to content

Gleðileg jól og farsælt komandi ár!

Nú er jólaskemmtununum að ljúka. Svanur tónmenntakennari spilaði fyrir dansi og Stúfur og Kertasníkir kíktu í heimsókn.
Eins og myndirnar bera með sér þá var mikið fjör og mikil gleði ríkti í skólanum í dag.
Myndir.
Starfsfólk og nemendur Kelduskóla óska hvert öðru og öllum gleðilegra jóla með óskum um enn eitt frábært árið.

Nýtt skólaár byrjar síðan föstudaginn 3. janúar og verður allt með hefðbundnu sniði og stundaskrá.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár, kæru nemendur, kæru foreldrar og kæra starfsfólk!