Skip to content

Menningarmót 2019

Miðvikudaginn 15.maí frá kl.10 til 11:20 var fyrsta menningararmótið í Kelduskóla Vík. Bekkirnir sem tóku þátt voru 3. bekkur, 6. bekkur og 9. bekkur. Hvað er menning? Hvað gerir okkur stolt og fær okkur til að blómstra? Hversu mörg tungumál tölum við í bekknum okkar? Þessum og fleirum spurningum var svarað í gær þegar nemendur sýndu sína persónulegu menningu, tungumál og áhugamál á skemmtilegan hátt og í hvetjandi umhverfi.
Menningarmótið byrjaði á kynningu Eldars og Kjartans, nemenda í 9. bekk. Kynningin fór fram á íslensku og líka dönsku vegna danskra gesta.
Kristín R. Vilhjálmsdóttir, hugmyndasmiður Menningarmótsins, kom á mótið og með henni voru gestir frá Silkeborg, þar á meðal borgarstjórinn.
Að því loknu sungu 3. bekkingar lag úr söngleiknum Ávaxtakarfan. Síðan fluttu þær Vigdís Alda og Eydís Gyða í 9. bekk á píanó tónverkin Sonatine í G-dúr eftir Beethoven og valsinn Feenreigen Walzer eftir Theodor Oesten.
Eftir formlega dagskrá fengu foreldrar og aðrir nemendur skólans tækifæri til að skoða persónulega muni þátttakenda.

Menningarmótið tókst mjög vel, nemendur og kennarar eiga hrós skilið fyrir vel unnið og áhugavert verkefni.
Myndir frá menningarmótinu.
Og fleiri myndir.