Skip to content

Tvö frístundaheimili eru staðsett í Kelduskóla, Galdraslóð í Kelduskóla Vík og Ævintýraland í Kelduskóla Korpu. Þar er lögð áhersla á barnalýðræði í starfi þar sem börnin velja sjálf hvað þau leika sér með og hverju þau taka þátt í. Boðið er uppá skipulagða dagskrá fyrir alla aldurshópa, frjálst val, smiðjur og klúbbastarf. Tilgangur frístundaheimilisins er að veita börnunum tækifæri til að stunda frístund við þeirra hæfi og gildin okkar eru gleði, fjölbreytni og fagmennska.
Hér má finna nánari upplýsingar um Galdraslóð.
Hér má finna nánari upplýsingar um Ævintýraland.