Nemendaráð Kelduskóla

Almennar upplýsingar

Nemendaráð Kelduskóla skólaárið 2018-2019 er skipað 15 nemendum. Í félagsmiðstöðinni Púgyn er fulltrúalýðræði þar sem að nemendur kjósa þá fulltrúa sem þeir treysta til þess að vera fulltrúar þeirra í frístunda- og skólamálum. Nemendaráðið fundar vikulega á skólatíma og hefur Magnús Björgvin Sigurðsson umsjón með þeim fundum.
Helstu verkefni nemendaráðsins eru að hafa umsjón með dagskrá félagsmiðstöðvarinnar, vinna að hagsmunum nemenda í skólanum og vera fyrirmyndir o.fl. Einnig fá fulltrúar í nemendaráði kennslu í viðburðastjórnun, markmiðasetningu, jafnréttismálum og ýmsum málefnum.
Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Gufunesbæjar.

 

Umsjónarmenn ráðsins:

Magnús Björgvin Sigurðsson- Aðstoðarforstöðumaður Púgyn
Gunnar Hrafn Arnarsson – Forstöðumaður

 

 

Fréttir úr starfi

Gleðilegt sumar!

Skrifstofa Kelduskóla lokar föstudaginn 21. júní og opnar aftur þriðjudaginn 6. ágúst. Skólinn verður svo settur fimmtudaginn 22. ágúst og nemendur mæta samkvæmt stundaskrá 23. ágúst. Við…

Nánar