Skip to content

Öskudagur í Kelduskóla 2020

Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í Kelduskóla með hefðbundnum hætti í báðum húsum. Í Vík var drauga- og hryllingshús, Kaffihús Klemma, hæfileikakeppnin Keldó got talent, spákona, samvera á sal, svo fátt eitt sé nefnt. Í Korpu voru Korpuleikar haldnir hátíðlega þar sem nemendum var skipt í lið þvert á árganga. Liðin kepptust við að leysa hinar ýmsu þrautir líkt og að skreyta köku, dansa og syngja, byggja hæsta turninn og svo mætti lengi telja. Dagurinn þótti takast óvenju vel og var mikil gleði í húsunum okkar í dag.

Myndir frá Vík.

Myndir frá Korpu