Skip to content

Skólaráð Kelduskóla

Samkvæmt 8. grein laga um grunnskóla nr. 91/2008 skal starfa skólaráð við hvern grunnskóla. Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins um skólahald og tekur þátt í stefnumörkum fyrir skólann og mótun sérkenna hans í samræmi við stefnu sveitarfélags um skólahald. Starfsáætlun Kelduskóla er lögð árlega fyrir skólaráð sem og aðrar áætlanir um skólastarfið.
Seint á árinu 2016 kom út fræðslumyndband um hlutverk og ábyrgð þeirra sem sitja í skólaráði. Fræðsluefnið er  samstarfsverkefni SAMFOK, Umboðsmanns barna, Heimilis og skóla og Hreyfimyndagerðarinnar Freyju Filmworks.
Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitafélaga styrktu myndbandagerðina.

Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra.
Skólaráð fundar mánaðarlega á starfstíma skólans. Að auki er að minnsta kosti einn sameiginlegur fundur skólaráðs, stjórnar Foreldrafélags Kelduskóla og nemendaráðs sem skólastjóri boðar til.
Við val á fulltrúum foreldra skal fara eftir starfsreglum þar af lútandi sjá hér.

Skólaráðsfulltrúar skólaárið 2019 - 2020:

Árný Inga Pálsdóttir skólastjóri, arny.inga.palsdottir@rvkskolar.is
Fulltrúar foreldra
Kristjana Erlen Jóhannsdóttir fulltrúi foreldra, erlenj@mac.com
Sigurbjörg Ásta Hreinsdóttir fulltrúi foreldra, astahr@ru.is

Varamenn
Anna Lilja Stefánsdóttir, anna.liljan@hotmail.com
Fulltrúi grenndarsamfélagsins
Sævar Reykjalín, saevar@reykjalin.net
Fulltrúar kennara
Eva Vilhjálmsdóttir, eva.vilhjalmsdottir@rvkskolar.is
Þuríður Jóna Ágústsdóttir, thuridur.jona.agustsdottir@rvkskolar.is
Fulltrúi starfsmanna
Elín G.Heiðmundsdóttir, elin.gudrun.heidmundsdottir@rvkskolar.is
Fulltrúar nemenda
Eydís Birta Aðalsteinsdóttir formaður nemendaráðs,eydis.birta.adalsteinsdottir@rvkskolar.is
Eldar Daníelsson varaformaður nemendaráðs, eldar.danielsson@rvkskolar.is

Fulltrúar úr nemendaráði í 7. bekk Korpu og Vík mæta á fundi þegar fundað er í þeirra skólahúsi, þ.e. annan hvern mánuð.

Fundargerðir skólaráðs Kelduskóla