Forvarnastefna Kelduskóla
Forvarnastefna Kelduskóla kemur fram í einkunnarorðum skólans sem eru Ábyrgð, Áræðni og Virðing.
Með orðinu virðing er átt við að efla sjálfsvirðingu nemandans, virðingu hans fyrir öðrum nemendum og starfsfólki.
• Við leggjum áherslu á heilbrigða lífshætti á öllum skólastigum.
• Við leggjum áherslu á að efla virðingu allra, sem koma að starfi skólans, fyrir fólki með mismunandi bakgrunn og skoðanir.
Lögð er áhersla á vinnu með sterkar hliðar nemandans og styrkja þannig sjálfsmynd og sjálfstraust hans og kenna nemendum að taka smám saman ábyrgð á eigin lífi.
• Við leggjum áherslu á samvinnu og samhjálp nemenda í einstaklings- og hópavinnu.
• Við leggjum áherslu á mismunandi hæfni nemenda og að þeir þjálfist í því að takast á við ýmis verkefni þar sem reynir á hæfni til þess að leysa vandamál, og nota skapandi og gagnrýna hugsun.
• Í Kelduskóla á að ríkja hvetjandi andrúmsloft.
• Við stuðlum að fjölbreyttu félagsstarfi innan skólans. Við leggjum áherslu á að efla tengsl skólans við íbúa hverfisins, og náttúruna umhverfis hann.
Forvarnaáætlun
Í Kelduskóla neytum við ekki vímuefna.
Í skólareglum kemur fram að notkun tóbaks og hvers kyns vímuefna er bönnuð í skólanum, á skólalóðinni, á lóðum nágranna skólans á skólatíma og hvar sem nemendur eru á vegum skólans. Verði nemandi uppvís að slíkri háttsemi fær hann 10 punkta og umsjónarkennari hefur samband heim til foreldra.
1.-4.bekkur
Líkamsvitund, heilbrigði og jákvæð samskipti.
• Að þekkja líkama sinn og helstu líkamshluta.
• Að skilja gildi hollrar næringar og mikilvægi heilbrigðra lífshátta.
• Að gera sér grein fyrir að líkamleg og andleg vellíðan byggir á heilbrigðum lífsvenjum, líkamsrækt og hollum neysluvenjum.
• Að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðru fólki.
• Að temja sér jákvæð samskipti, umburðarlyndi, kurteisi og tillitssemi í samskiptum við aðra.
• Að þjálfast í að tjá tilfinningar sínar, hugsanir og væntingar á ýmsan hátt.
• Að vera fær um að setja sig í spor ólíkra persóna til að finna samkennd með þeim og geta leitað sáttaleiða.
5.-7. bekkur
Sjálfsþekking, samskipti, félagsvitund
• Að gera sér grein fyrir að líkamleg og andleg vellíðan byggir á heilbrigðum lífsvenjum, líkamsrækt og hollum neysluvenjum.
• Að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðru fólki.
• Að gera sér grein fyrir áhrifum fyrirmynda í mótun lífsstíls.
• Að temja sér jákvæð samskipti, umburðarlyndi, kurteisi og tillitssemi í samskiptum við aðra.
• Að þjálfast í að tjá tilfinningar sínar, hugsanir og væntingar á ýmsan hátt.
• Að þjálfi hæfni í samvinnu og samhjálp.
• Að nota skapandi og gagnrýna hugsun til að leysa vandamál einslega eða í hóp.
• Að geta greint jákvæðan áróður frá neikvæðum í auglýsingum og umhverfi.
• Að taka þátt í félagsstarfi skólans.
• Nemendur í 7. bekk taka þátt í keppninni „Reyklaus bekkur".
8. -10. bekkur
Sjálfsvirðing, persónuleg markmið, hópefli
• Að gera sér grein fyrir að líkamleg og andleg vellíðan byggir á heilbrigðum lífsvenjum, líkamsrækt og hollum neysluvenjum.
• Að gera sér grein fyrir skaðsemi reykinga og notkunar annarra vímuefna.
• Að þekkja hættur samfara neyslu ávana- og fíkniefna.
• Að vega og meta langanir sínar og væntingar á raunhæfan hátt og geta sett sér persónuleg markmið.
• Að geta greint vandamál og fundið eigin lausnir á þeim.
• Að styrkjast í að vernda persónuleg og tilfinningaleg mörk sín.
• Að þekkja ýmis lög og reglur um samskipti manna.
• Að geta greint jákvæðan áróður frá neikvæðum í auglýsingum og umhverfi.
• Að taka þátt í félagsstarfi skólans.
• Að ákvarða hvort og hvernig taka skal þátt í félagslegum aðstæðum.
• Að efla siðferðisþroska og ábyrgð.
• Að geta metið á sjálfstæðan hátt eigin lífsgildi og lífsstíl óháð fyrirmyndum og staðalmyndum samfélagsins.