Skip to content

Heilsustefna Kelduskóla felur í sér áherslu á hreyfingu og heilbrigða lífshætti í öllu skólastarfi og leggur til grundvallar ábyrgð, áræðni og virðingu.
Kelduskóli er þátttakandi í verkefninu heilsueflandi grunnskóli. Heilsuefling er sameiginlegt verkefni starfsmanna og nemenda skólans og foreldra þeirra. Áhersluatriði að hvetja til starfsfólk og nemendur að tileinka sér heilsusamlegri lífshætti og þannig að bæta heilsu og líðan þeirra. Nemendur, foreldrar og starfsmenn eru hvattir til virkrar þátttöku og aukinnar meðvitundar um gildi góðrar heilsu. Heilsustefnunni er ætlað að hafa áhrif á daglegar venjur og starf í skólanum.
Áhersluþáttur stefnunnar skólaárið 2018-2019 er hreyfing

Markmið:

 • Hvetja til heilbrigðra lífshátta
 • Hvetja til að ástunda hreyfingu
 • Temja sér hreyfingu sem lífsstíl
 • Nota hreyfingu til að auka einbeitni og úthald
 • Að nota hreyfingu sem félagslega hæfni/virkni
 • Að efla jákvæða vitund um gildi hreyfingar og heilsusamlegrar lífshátta

Leiðir að markmiðum:

 • Hvetja til þátttöku í verkefnum sem lúta að hreyfingu: göngum í skólann, hjólað í vinnuna, lífshlaupið, norræna skólahlaupið, skólahreysti, þátttaka í íþróttaviðburðum á grunnskólastigi- fótbolti
 • Hafa viðburðadagatal fyrir starfsfólk og nemendur sem hvetur til hreyfinga
 • Hvetja til þátttöku í heilsutengdum verkefnum: innan skóla og utan.
 • Hafa þema sem snýst um heilsueflingu- sem kemur inn á samskipti, geðheilbrigði, fordóma, fjölbreytileika,
 • Fullorðnir eru fyrirmyndir