Skip to content

Mat á skólastarfi

Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008, 8. kafla er fjallað um mat og eftirlit með gæðum grunnskólastarfs.

Markmið mats og eftirlits með gæðum starfsins er m.a. að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun.  Einnig ber að tryggja að starfsemi skólans sé í samræmi við lög og reglur.  Huga þarf að gæðum náms og skólastarfs og tryggja að réttindi nemenda séu virt.

Hver grunnskóli metur með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfs með virkri þátttöku starfsmanna, nemenda og foreldra.  Grunnskóli birtir opinberlega upplýsingar um innra mat sitt.

Sveitarfélög sinna mati og eftirliti með gæðum skólastarfs.  Þau skulu jafnframt fylgja eftir að það mat leiði til umbóta í skólastarfi ef þess þarf.

Menntamálaráðuneytið annast greiningu og miðlun upplýsinga um skólahald í grunnskólum.  Það stendur einnig fyrir samræmdu námsmati í grunnskólum í 4., 7. og 10. bekk.

 

Samkvæmt lögum um grunnskóla 91/2008 35. gr.- 38. gr. er gert ráð fyrir bæði innra og ytra mati og eftirliti á gæðum starfs í grunnskólum. Með innra mati er átt við sjálfsmat stofnunar, unnið af starfsmönnum hennar með þátttöku foreldra og nemenda eftir því sem við á. Með ytra mati er átt við úttekt á starfsemi stofnunar sem unnin er af utanaðkomandi aðilum s.s sveitarfélögum og/eða menntamálaráðuneyti.
Í skólanámskrá Kelduskóla koma fram markmið skólans, stefna, framtíðarsýn og hlutverk sem mótar daglegt starf skólans. Við sjálfsmat skólans er leitast við að meta flesta þætti skólastarfsins í samstarfi við starfsfólk, foreldra og nemendur. Fyrir hvert skólaár er unnin umbótaáætlun sem markar helstu áhersluatriði skólastarfsins og þróunarverkefni.
Megintilgangur sjálfsmatsins er að kanna hvort starf skólans sé í samræmi við þá stefnu og þau markmið sem skólinn hefur sett sér að vinna eftir.
Matið er byggt á niðurstöðum úr samræmdum könnunarprófum, ýmsum skimunum, Olweusarkönnun, skólapúlsinum, mati tengdu innleiðingu byrjendalæsis og orð af orði. Einnig viðhorfakönnunum sem lagðar eru fyrir foreldra og starfsfólk annað hvert ár af SFS sem og niðurstöðum af matsfundi starfsfólks í júní. Þar eru teknir fyrir ákveðnir þættir tengdir umbótaáætluninni, mati starfsfólks á ýmsum viðburðum skólastarfsins, niðurstöður úr foreldra-og nemendaviðtölum og niðurstöður úr starfsmannasamtölum.

Hér að neðan má finna sjálfsmatsskýrslu Kelduskóla.

Sjálfsmatsskýrsla 2019