Skip to content

Skólasafn Kelduskóla

 

 

Skólasafnið í Korpu er opið alla virka daga á starfstíma skólans en safnið í Vík er opið hluta úr degi alla skóladaga. Sjálfsafgreiðsla nemenda í 2.-10. bekk er viðhöfð í báðum söfnum við útlán bóka og nemendur í elstu bekkjum aðstoða af og til við frágang bóka.

Safnkosturinn er tölvuskráður og auðveldar það öflun og úrvinnslu upplýsinga í báðum söfnum. Nemendur geta fengið lánaðar eina til tvær bækur heim til yndislesturs og eru foreldrar hvattir til að koma í heimsókn og aðstoða börnin sín að velja bækur. Nemendur fá einnig lánaðar ýmsar bækur til verkefnavinnu, bæði til að taka með heim en ekki síður til að vinna í skólanum. Hver nemandi má því hafa allt að fjórar bækur að láni í senn og útlánstími er tvær vikur.

Á skólasöfnum Kelduskóla er unnið út frá nýrri aðalnámsskrá og er lögð áhersla á að nemendur nýti sér þá tækni sem til er, öðlist hæfni í að afla upplýsinga af netmiðlum, nái tökum á úrvinnslu gagnanna og miðlun þeirra. Einnig er lögð áhersla á sköpun og að nemendur tileinki sér gott vinnulag, sjálfstæði í vinnubrögðum og hæfni í að vinna með öðrum.

Skólasafnakennari er Ásgeir Eyþórsson.