Nemendaverndarráð

Í samræmi við grunnskólalög er starfrækt nemendaverndarráð í Kelduskóla, ráðið fundar hálfs mánaðarlega í hvoru húsi fyrir sig. Í nemendaráði sitja aðstoðarskólastjórar, umsjónarmaður sérkennslu, námsráðgjafi, sálfræðingur og skólahjúkrunar¬fræðingur. Hlutverk nemendaverndarráðs er að samræma skipulag og framkvæmd þjónustu við nemendur varðandi heilsugæslu, námsráðgjöf og sérfræðiþjónustu ásamt því að vera til aðstoðar við gerð og framkvæmd áætlana um sérstaka aðstoð við nemendur. Kennarar, með samþykki foreldra, og / eða foreldrar geta vísað málum til ráðsins ef þeim finnst að eitthvað mætti betur fara í námi og/eða félagslegum samskiptum barna sinna. Nemenda ráð fundar hálfsmánaðarlega á báðum starfsstöðvum.

Prenta | Netfang