Símenntunaráætlun

Símenntunaráætlun Kelduskóla 2017 -2018

Símenntun kennara og starfsfólks

—  Símenntunaráætlun er unnin árlega.

—  Skólastjóri ákvarðar almenna þörf fyrir námskeið og fræðslufundi út frá stefnu skólans, þróunaráætlun og óskum starfsfólks sem fram koma í starfsþróunarviðtölum.

—  Símenntun má skipta í tvo meginþætti: Símenntun sem er nauðsynlegir fyrir skólaþróunarstarf Kelduskóla annars vegar og hins vegar sú símenntun sem starfsfólk metur æskilegt eða nauðsynlegt fyrir eigin starfsþróun.

—  Kennurum og starfsfólki er skylt að fara á námskeið sem þeim er ætlað að fara á samkvæmt símenntunaráætlun skóla, enda sé hún í samræmi við ákvæði kjarasamnings og starfsfólki að kostnaðarlausu.

—  Tími til símenntunar kennara er samningsbundinn 95-150 klst. á ári

—  Símenntun, sem hluti af 150 klst. er almennt áætlaður tími utan við skipulagðan starfsramma skólaársins en einnig er heimilt að koma henni við á starfstíma skóla í samráði við kennara.

Áhersluatriði í símenntunaráætlun 2017-2018

—  Skólaþróunarvinnu sem tengist vinnu við skólanámskrá Kelduskóla sem unnin er með hliðsjón af aðalnámskrá og þá einkum innleiðingu leiðsagnarmati.

—  Símenntunardagurinn 14. ágúst verður nýttur til að sækja ráðstefnu samtaka um skólaþróun sem fjallar um lykilhæfni. Simenntunardaginn 11. geta kennarar nýtt til að sækja námskeið eða nýta tímann til vinnu við skólanámskrá.

—  Upprifjunarnámskeið fyrir allt starfsfólk skólans 16. ágúst og umræðufundir á skólaárinu sem tengist vinnu við Uppeldi til ábyrgðar.

—  Námskeið fyrir allt starfsfólk í ágúst um Heilbrigða lífshætti og samskipti.

—  Fræðslufundir kennara, fagfólks tengt útikennslu og umhverfismennt.

—  Leshringir kennara og stjórnenda um faglegar færðigreinar um nám og kennslu

—  Samvinna kennara um nýtingu upplýsingamenntar í kennslu, boðið verður upp á menntabúiðir þar sem kennurum gefst færi á að læra hver af öðrum. Deildarstjóri upplýsingamenntar heldur utan um skipulag menntabúða.

—  Námskeið fyrir kennara á vegum SFS og grunnskólanna í Grafarvogi og fleiri aðila sem kennarar velja út frá eigin símenntunarþörfum.

—  Fræðslu- og umræðufundir sem tengist markmiðum um verkáætlun um teymisvinnu og markmiðum sem starfsfólk skólans hefur sett sér um samskipti og gott samstarf.

—  Fræðslufundir fyrir kennara um notkun Mentor við námsmat/símat.

—  Námskeið fyrir nýráðna starfsmenn um helstu áhersluatriði skólans um teymisvinnu og einnig kennsla á netkerfi skólans og póstforrit.

—  Kennarar og stuðningsfulltrúar taka þátt í öskudagsráðstefnu sem er samstarfsverkefni KÍ og SFS.

Helstu áherslur og markmið í þróunarstarfi

—  Áhersla á faglega umræðu tengdri vinnu við leiðsagnarmat tengdu hæfniviðmiðum og lykilhæfni.

—  Áhersla á faglega umræðu tengdri kenningum og lestri fræðigreina um nám og kennslu, áhersla á leiðsagnarmat.

—  Áhersla á kennslu í upplýsingamennt samþætta öllum námsgreinum.

—  Áhersla á lestrarnám með markvissri vinnu út frá læsistefnu í hverfi 4. Unnið eftir aðferðum byrjendalæsis í 1. -3. bekk.

—  Áhersla á ritun með markvissri vinnu út frá innleiðingu á vinnubrögðum tengdum Orð af orði í 5. -10. bekk.

—  Áhersla á markvissa lestrarkennslu í 8. -10. bekk.

—  Áhersla á fjölbreytta kennslu hætti tengdum útikennslu og hlutbundinni kennslu.

—  Vinna samkvæmt áætlun um teymisvinnu kennara Kelduskóla.

—  Samstarf við leikskólann Hamra um forskóla fyrir 5 ára nemendur Hamra og gagnkvæmar skólaheimsóknir.

—  Þemabundið nám og samþætting greina, vinnustöðvavinna með fjölbrettum verkefnum, sérstök áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og símat.

—  Umhverfismennt með áherslu á útikennslu, umhverfisnefnd hefur sett fram áætlun um næstu skref í umhverfisfræðslu.

—  Heilsueflandi skóli, Kelduskóli er þátttakandi í heilsueflingarverkefni fyrir grunnskóla á vegum Embættis landlæknis og samtvinnar verkefnið við Grænfánaverkefnið og umhverfismennt.

Námsumhverfi,  áhersluatriði

—  Nemendur fái þjálfun við  að setja sér markmið í námi og læri að meta í samráði við kennara og foreldra hvernig tekst að ná settum markmiðum.

—  Kennsla í upplýsingamennt samþætt viðfangsefnum nemenda.

—  Kennsla nemenda með sérþarfir samþætt viðfangsefni námshópa.

—  Hæfnimiðað námsmat tengt lykilhæfni.

—  Þemabundið nám unnið í anda söguaðferðarinnar á öllum skólastigum.

—  Áhersla á betri árangur í lestrarnámi og ritun þannig að nemendur öðlist jákvæðari viðhorf til lestrar og geti lesið sér til gagns og gleði.

—  Útikennsla með áherslu á kennslu í næsta nágrenni skólans.

—  Kennsla í umhverfismennt tengd Grænfánaverkefninu.

—  Heilbrigður lífstíll nemenda og starfsfólks skóla tengd Heilsueflingu Grunnskóla.

Áætluð símenntun starfshópa

Starfshópur

Lýsing á
símenntun

Markmið

Tímabil/dags.

Tímafjöldi

Ábyrgð

Allt fagfólk
Kelduskóla

Lykilhæfni

Að ná markmiðum um lykilhæfni og mat á þeim

14. ágúst 2016

8 klst

Skólastjóri

Allt starfsfólk 
Kelduskóla

Uppbyggingar-

stefnan fest í sessi

Allir nýti uppbyggingar -

Stefnuna í samskiptum

fræðslu-fundir á skólaárinu

lestur 6 klst

fræðslu-og samstarfs-fundir

Stýrihópur uppeldi til ábyrgðar

Í samráði við skólastjóra

Kennarar Kelduskóla

Námsmat 

Námsmat í takt við Aðalnámskrá innleitt að fullu í 1. -10. bekk.

Fundir á skólaárinu

Innan vinnutíma-ramma

Allt unnið innan 4,14 klst

Stýrihópur í samráði við skólastjórn-endur.

 

Starfshópur

Lýsing á símenntun

Markmið

Tímabil/ dags

Tímafjöldi

Ábyrgð

Kennarar

Mentor

Læra að nýta nýtt enn betur viðmót

Námskeið eftir þörfum

Námskeið sem rúmast innan vinnuskyldu kennara

Skólastjóri, aðstoðar-

skólastjórar

Kennarar

Lykilhæfni, þjálfun og mat

Lykilhæfni verði flettað inn í allt skólastarf

Vinnu-fundir skólaárinu

Allt unnið innan vinnu-skyldu kennara

Kennarar í samstarfi við skólastjóra

Allir starfsmenn

Fræðslufundur

Efla samstarf starfsmanna um næstu skref í umhverfis­málum

ágúst

 2 klst á fundartíma

Umhverfisráð skólans

Kennarar og fagfólk

Verkáætlun í teymisvinnu

Að efla teymisvinnu  og gera hana skilvirkari

Vinnuhópa- og teymisfundir

Fræðslufundur 18. ágúst

Skólastjóri og aðstoðar- skólastjórar

 

Kennarar í Kelduskóla

Upplýsingamennt

Læra að nýta tölvur og iPada í kennslu og önnur snjalltæki

Menntabúðir og samvinna kennara

Fundir innan vinnuskyldu kennara

Deildastjóri í upplýsingamennt í samstarfi við skólastjóra

 

Nýir starfsmenn

Fræðslufundur

Fræðsla um stefnu skólans

15. ágúst

2 klst.

Skólastjóri og aðstoðarskólastjórar

 

Kennarar  og annað fagfólk

Lestur fagbóka, greina um kenningar um nám og kennslu

Fylgjast með straumi og stefnum

Leshringir funda 4x á fundartíma skóla

Lestur 30 klst

Skólastjóri í samvinnu við stýrihóp um skólþróun

 

Skólaliðar

Námskeið um vistvæn þrif

Minnka notkun hreinsiefna við þrif

3. ágúst

1 klst

Umsjónar-maður.

 

 Hvað er símenntun?

—  Stjórnendur og starfsfólk er hvatt til að tengja saman formlega og óformlega fræðslu til að öðlast tilætlaða hæfni.

Undir símenntun flokkast:

—  Námskeið á vegum skólans og annarra viðurkenndra aðila (þ.e sem skólastjórar samþykkja).

—  Umbóta- eða þróunarverkefni (telst ekki hluti af 150 tímum kennara en skráist sem símenntun).

—  Skipulagðir leshringir, skipulagðir með skilum á neti skólans og / eða á kennarafundi.

—  Örnámskeið og kynningar á fundartíma kennara (telst ekki hluti af 150 tímum kennara  en skráist sem símenntun).

—  Framhaldsnám, sjá nánar leikreglur um framkvæmd  símenntunar.

—  Sá hluti af starfsdögum og starfsmannafundum sem er beinlínis áætlaður í fræðslu fyrir starfsmenn á einnig að áætla í símenntunaráætlunum starfsmanna.

Hvert sækjum við símenntun?

—  Nýtum okkur þekkingu fagfólks innan skólans.

—  Samstarf við aðra skóla um námskeið.

—  Sótt verður til eftirtaldra aðila um ráðgjöf sem og að fá leiðbeinendur á námskeið:

—  Skóla og frístundasvið Reykjavíkur

—  Háskóli Íslands

—  Háskólinn á Akureyri

„Leikreglur“ um framkvæmd símenntunar

—  Skólastjórinn er ábyrgur fyrir framkvæmd og úrvinnslu símenntunaráætlana, aðstoðarskólastjóri  og deildarstjórar til aðstoðar.

—  Starfsfólk er ábyrgt fyrir eigin símenntun, þ.e. að koma auga á tækifæri til að bæta kunnáttu og hæfileika, taka virkan þátt í gerð eigin símenntunaráætlunar, fylgja henni eftir og óska eftir aðstoð ef þörf er á. Starfsmenn bera ábyrgð á að halda utan um staðfestingar á þátttöku á námskeiðum / fræðslu. Þeir taka einnig þátt í gerð símenntunaráætlunar skólans.

—  Tímasetningar: Undirbúningur símenntunaráætlunar skólans er feb.- maí. Áætlunin sett á heimsíðu skólans í júní.

—  Tími til símenntunar : Tími til símenntunar ræðst af þörfum og fjármagni hverju sinni. Kennarar hafi ekki færri en 94 –150 stundir til símenntunar á ári og annað starfsfólk a.m.k. 16 stundir ár hvert.

—  Jafnræði til náms: Reynt verður að jafna tækifærum til símenntunar einnig verður tekið tillit til þátttöku starfsmannsins á fyrri árum.

—  Gert er ráð fyrir að símenntunaráætlun starfsmanna sé í stöðugri endurskoðun og geti breyst m.a. eftir aðstæðum, framboði og verkefnum skólans.

—  Starfsmenn skrá eigin áætlanir á þar til gerð eyðublöð og einnig er símenntunar-áætlun skólans á heimasíðu.

—  Framhaldsnám: Framhaldsnám í fjarnámi er styrkt af skóla með þeim hætti að starfsmanni er gefið leyfi á launum til að sækja staðbundnar lotur að hámarki 5 daga á ári. Þess í stað kynna fjarnámsnemendur verkefni sín á kennarafundum. Framhaldsnám einstakra kennara er hluti af einstaklingsáætlun þeirra um símenntun en ekki hluti af heildaráætlun skólans nema það tengist beint símenntunaráætlun skólans og eftir því verði sótt skriflega. Skrá skal framhaldsnám sem hluta af einstaklingsáætlun starfsmanns. Sækja þarf um til skólastjóra tímanlega ef starfsfólk óskar eftir leyfi vegna framhaldsnáms, skólastjóra er heimilt að synja um slíkt leyfi.

—  Umsóknir um námskeið: Starfsmenn sækja um námskeið til skólastjóra í starfsmannasamtölum og á öðrum tíma ef þurfa þykir.

—  Forgangsröðun tekur mið af fjármagni, þróunaráætlun og stefnu skólans.

—  Fjármögnun símenntunar 2017-2018, Valkostir:

o    Skólinn

o    Símenntunarsjóðir

o    Styrkir

o    Starfsmaðurinn

 

Prenta | Netfang