Stjórnun og skipurit skólans

Í samræmi við lög um grunnskóla nr.91/2008 fer menntamálaráðherra með yfirstjórn grunnskóla í landinu en sveitarfélögum ber að halda skóla fyrir öll börn á aldrinum 6 – 16 ára. Skóla- og frístundasvið (SFS) hefur yfirumsjón með skólastarfi borgarinnar.
Skólastjóri er faglegur leiðtogi skólastarfsins og ber ábyrgð á rekstri skólans. Skólastjóri, aðstoðarskólastjórar, deildarstjóri og verkefnisstjórar mynda stjórnendateymi Kelduskóla sem skiptir með sér verkum og er nánar kveðið á um verkaskiptingu í starfslýsingum. Annar aðstoðarskólastjórinn er staðgengill skólastjóra. Skólastjóri er með skrifstofu á báðum starfsstöðvum. Aðstoðarskólastjórar hafa aðsetur annars vegar í Kelduskóla-Korpu og hins vegar í Kelduskóla-Vík en deildarstjóri í Vík. Verkefni aðstoðarskólastjóra taka til beggja starfsstöðva eins og til að mynda faglegt utanumhald um skólanámsskrárvinnu. Hins vegar koma aðstoðarskólastjórar að nemendamálum á þeirri starfsstöð sem þeir hafa aðsetur á. Skólastjóri er faglegur leiðtogi skólastarfsins og ber ábyrgð á rekstri skólans.
Skólastjóri er Árný Inga Pálsdóttir, netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., sími 4117800 og 6648345.
Aðstoðarskólastjóri og staðgengill skólastjóra er Ásta Karen Rafnsdóttir, netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., sími:4117800 og 6648346.
Aðstoðarskólastjóri með aðsetur í Korpu, Ester Helga Líneyjardóttir, netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Deildarstjóri tölvumála er Bjarki Þór Jóhannesson netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Verkefnistjóri er Kristín Halla Þórisdóttir netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Umsjónarmaður Kelduskóla er Elín Guðrún Heiðmundardóttir netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Prenta | Netfang