Skólaráð

Samkvæmt 8. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 skal starfa skólaráð við hvern grunnskóla. Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins um skólahald og tekur þátt í stefnumörkum fyrir skólann og mótun sérkenna hans í samræmi við stefnu sveitarfélags um skólahald. Starfsáætlun Kelduskóla er lögð árlega fyrir skólaráð sem og aðrar áætlanir um skólastarfið.

Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Skólaráð fundar mánaðarlega á starfstíma skólans. Að auki er að minnsta kosti einn sameiginlegur fundur skólaráðs, stjórnar Foreldrafélags Kelduskóla og nemendaráðs sem skólastjóri boðar til.

Skólaráðsfulltrúar skólaárið 2017 - 2018

Á aðalfundi Foreldrafélags Kelduskóla sem haldinn var 30. maí 2016 voru kjörnir eftirtaldir fulltrúar foreldra í skólaráð Kelduskóla: Jóhanna Jakobsdóttir, Klara E Finnbogadóttir, varamenn eru Anna Lilja Jörgensdóttir og Sigurbjörg Ásta Hreinsdóttir. Fulltrúar kennara voru kosnir á starfsmannafundi í september 2016. Fulltrúar kennara eru Eydís Aðalbjörnsdóttir, Þuríður Jóna Ágústsdóttir, fulltrúi starfsmanna er Elín G Heiðmundsdóttir var kosin á starfsmannafundi í febrúar 2015 þar sem fulltrúi starfsmann hafði látið af starfi sínu í Kelduskóla. Einnig á formaður Foreldrafélags Kelduskóla sæti í skólaráði og er fulltrúi grenndarsamfélagsins. Formaður nemendaráðs og fulltrúi úr nemendaráði eiga einnig sæti í skólaráði.
Við val á fulltrúum foreldra skal fara eftir starfsreglum þar af lútandi sjá hér.Árný Inga Pálsdóttir, skólastjóri. Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Fulltrúar foreldra

Klara E. Finnbogadóttir. Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Jóhanna Jakobsdóttir. Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Varamenn

Anna Lilja Stefánsdóttir, netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sigurbjörg Ásta Hreinsdóttir

Fulltrúi grenndarsamfélagsins

Íris Dögg Kristmundsdóttir formaður Foreldrafélags Kelduskóla. NetfangThis e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.   

Fulltrúar kennara

Eydís Aðalbjörnsdóttir. Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Þuríður Jóna Ágústsdóttir. Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Fulltrúi starfsmanna

Elín G.Heiðmundsdóttir. Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  

Fulltrúar nemenda

Formaður nemendaráðs.

Fulltrúar úr nemendaráði í 7. bekk Korpu og Vík mæta á fundi þegar fundað er í þeirra skólahúsi, þ.e. annan hvern mánuð.

Prenta | Netfang