Úrslitin í Stóru upplestrarkeppninni

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Grafarvogskirkju mánudaginn 11. mars og lásu 14 nemendur frá grunnskólum Grafarvogs og Klébergs til úrslita. Freyja Daníelsdóttir og Sigrún Heba Þorkelsdóttir voru fulltrúar Kelduskóla. Þær stóðu sig með mikilli prýði en Freyja hreppti þriðja sætið í keppninni.