Skip to content

Útskrift 2020

Útskrift 10. bekkinga fór fram fimmtudaginn 4. júní í Korpu.
Að þessu sinni voru 37 nemendur útskrifaðir og voru þeir í tveimur umsjónarbekkjum, þeirra Evu og Fionu.
Dagskrá skólaslita var á þá leið að skólastjóri setti samkomuna.
Að því loknu lék Ragnheiður Aðalsteinsdóttir á fiðlu Sardas eftir Montí, og Matthías Stefánsson lék undir á gítar.
Síðan var stutt ávarp skólastjóra.
Þá var komið að ávarpi Eydísar Birtu Aðalsteinsdóttur formans nemendaráðs fyrir hönd nemanda.
Þengill Sigurjónsson spilaði síðan á gítar lagið Here Comes the Sun.
Þar næst fór fram afhending verðlauna.
Við það tækifæri sagði skólastjóri:

„Þið nemendur góðir hafið staðið ykkur vel og eigið skilið viðurkenningu og verðlaun fyrir námsárangur og því afhendum við öllum nemendum rós í viðurkenningarskyni um leið og þið takið við skírteinum.

Hins vegar eru nokkrir sem hafa náð afburða góðum námsárangri og fá  viðurkenningar. Við skulum  gleðjast með þeim.
Kelduskóli veitir verðlaun fyrir góðan árangur í íslensku, þau hlýtur Eydís Birta Aðalsteinsdóttir.
Danska Menntamálaráðuneytið veitir verðlaun fyrir góðan árangur í dönsku og þau hlýtur Eydís Birta Aðalsteinsdóttir.
Kelduskóli veitir verðlaun fyrir góðan árangur í ensku og þau hlýtur Saga Rún Jónasdóttir.  
Kelduskóli veitir verðlaun fyrir góðan árangur í stærðfærði og þau hljóta Kjartan Sigurðsson, Kristín Jónsdóttir og Veigar Örn Rúnarsson.
Að auki  fékk Katla LÍf Ólafsdóttir sérstök Árnýjarverðlaun fyrir þrautseigju og framfarir í námi.
emendur í 10. bekk hafa verið yngri nemendum góðar fyrirmyndir og mörg ykkar hafa tekið virkan þátt í nemendaráði.
Ég vil þakka sérstaklega formanni nemendaráðs Eydísi Birtu Aðalsteinsdóttur  og Eldari Daníelssynir  fyrir störf þeirra í skólaráði en þar hefur þau verið fulltrúar nemenda og einnig hef ég átt gott samstarf við nemendaráð .“
Að loknum verðlaunaafhendingum lék Vigdís Alda Gísladóttir á píanó, Menuetto.
Þar næst flutti Eydís Gyða Guðmundsdóttir frumsamið lag á píanó.
Umsjónarkennarar, þær Eva Vilhjálmsdóttir og Fiona Elizabeth Oliver, fluttu ávörp til nemenda sinna.
Að síðustu var komið að afhendingu einkunna og útskrift nemenda.

 

Myndir