Skip to content

Velheppnuð Mamma Mía árshátíð hjá unglingunum

Þemað í ár var Mamma Mía. Nemendur völdu sér ákveðin verkefni með aðstoð kennara sem þeir unnu að á þemadögunum til að gera kvöldið sem glæsilegast. Afraksturinn fór fram úr björtustu vonum, fallegar skreytingar og fín skemmtiatriði. Kokkarnir okkar, þeir Dóri og Teddi elduðu nautakjöt með girnilegu meðlæti og í eftirrétt var súkkulaðikaka með ís. Starfsfólk skólans sá um að þjóna til borðs.
Kynnar kvöldsins voru  Finnur og Kjartan í 10. bekk, þeir stóðu sig mjög vel og náðu að halda góðri stemmingu allt kvöldið með flottum atriðum. Allir árgangar  voru með atriði og kennararnir einnig sem sýndu nemendum hvernig á að flossa.
Kvöldið endaði síðan á að ClubDub söng nokkur lög fyrir nemendur. Og í beinu framhaldi  af því kom fyrrverandi nemandi, Signý Pála, og spilaði dúndrandi tónlist að hætti nemenda til kl. 11:00
Nemendur og starfsfólk eiga hrós skilið fyrir flotta frammistöðu.
Takk fyrir frábæra árshátíð!